Öllum leikjum nema einum er lokið í 2. umferð Bikarkeppni KSÍ og liggur því fyrir hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður í 32-liða úrslitin á morgun.
Þrír leikir fóru fram í dag. 1. deildarliðin Fjölnir og BÍ/Bolungarvík komust bæði áfram en síðarnefnda félagið lenti reyndar í basli með 3. deildarlið ÍH úr Hafnarfirði.
Djúpmenn unnu að lokum sigur, 4-3, með þrennu frá Pétri Georg Markan. Andri Rúnar Bjarnason skoraði líka fyrir BÍ/Bolungarvík en Hilmar Ástþórsson öll þrjú mörk ÍH.
2. umferðinni lýkur með viðureign KF og Þórs á þriðjudagskvöldið.
Lið í efstu deild sátu hjá í umferðinni en verða með í 32-liða úrslitunum. Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit í 2. umferðinni sem og hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður á morgun.
Úrslit:
Augnablik - Hamar 2-0
Ægir - Víkingur Ó. 1-4
Magni - KA 0-7
Fákur - Víkingur R. 2-3
Berserkir - Grótta 1-2
Fjarðabyggð - Sindri 4-2
Höttur - Leiknir F. 7-1
Leiknir R. - HK 3-1
Afturelding - Kári 3-0
Njarðvík - ÍR 4-2
Léttir - Þróttur R. 0-5
Árborg - KB 3-3 (7-8 e. vsp)
Snæfell - Haukar 0-31
Ýmir - Reynir S. 0-3
Björninn - Þróttur V. 0-1
Dalvík/Reynir - Tindastóll 2-0
BÍ/Bolungarvík - ÍH 4-3
Þór Þ. - Fjölnir 0-6
Hvíti Riddarinn - KFS 2-5
KF - Þór, Ak. (þriðjudag kl. 19.00)
32-liða úrslit:
Pepsi-deild karla: Öll tólf liðin.
1. deild karla: Níu lið (mögulega tíu)
BÍ/Bolungarvík
Fjölnir
Haukar
Höttur
KA
Leiknir R.
Víkingur Ó.
Víkingur R.
Þróttur R.
Þór, Ak. (með sigri á KF)
Úr leik:
ÍR
Tindastóll
2. deild karla: Sex lið (mögulega sjö)
Afturelding
Dalvík/Reynir
Fjarðabyggð
Grótta
Njarðvík
Reynir S.
KF (með sigri á Þór, Ak.)
Úr leik:
Hamar
HK
KFR
KV
Völsungur
3. deild karla: Fjögur lið
Augnablik
KB
Þróttur V.
KFS
Hluti úrslita fengin frá úrslit.net.
