Vill halda í krónuna en bylta stefnunni í peningamálum Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. maí 2012 14:06 Frosti Sigurjónsson, rekstarhagfræðingur, segir að það þjóni hagsmunum Íslands best að vera áfram með krónuna, en gjörbylta hagstjórn með því að takmarka vald bankanna til útlána á svokölluðum rafkrónum. Peningvaldið hafi í raun verið fært frá ríkinu til bankanna og þessu þurfi að snúa við. Frosti lýsti þessum viðhorfum í Klinkinu nýlega. Hann vill að hér verði innleidd önnur stefna í peningamálum byggð á kenningum bandaríska hagfræðingsins Irving Fisher, en tillögur hans ganga út á að bundinn verði endir á hið svokallaða brotaforðakerfi þar sem bankar geta lánað út lausar innistæður og að í staðinn verði tekið upp kerfi þar sem bankar geta eingöngu tekið við sparnaði og lánað hann út. „Þegar maður fer að útskýra þetta fyrir fólki þá spyr fólk, er það ekki þannig sem bankar vinna? Þeir safna innlánum og lána út? En þetta er í rauninni ekki þannig. Þeir þurfa ekki að safna innlánum til að lána út peninga og búa til peninga," segir Frosti. Hann segir að mikil auðlind sé fólgin í því að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil, en hins vegar þurfi að stýra honum rétt. „Peningamagnsstjórnunin hefur verið rót óstöðugleika. Og það er hægt að koma í veg fyrir hann. Það er dálítið sérstakt að í stjórnarskránni er ekkert sagt um hvernig peningavaldið skuli temprað. (…) Það er ekki orð um það í íslensku stjórnarskránni," segir Frosti en hann segar afar mikilvægt að ákvæði sé í stjórnarskránni um hvernig fara skuli með þetta mikla vald. Frosti segir að bankarnir geti í raun búið til nýjar krónur inn í kerfið með því að lána peninga. Seðlabankinn geti síðan fylgt á eftir með veikburða stýritækjum. Sjá má viðtal við Frosta hér. Klinkið Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, rekstarhagfræðingur, segir að það þjóni hagsmunum Íslands best að vera áfram með krónuna, en gjörbylta hagstjórn með því að takmarka vald bankanna til útlána á svokölluðum rafkrónum. Peningvaldið hafi í raun verið fært frá ríkinu til bankanna og þessu þurfi að snúa við. Frosti lýsti þessum viðhorfum í Klinkinu nýlega. Hann vill að hér verði innleidd önnur stefna í peningamálum byggð á kenningum bandaríska hagfræðingsins Irving Fisher, en tillögur hans ganga út á að bundinn verði endir á hið svokallaða brotaforðakerfi þar sem bankar geta lánað út lausar innistæður og að í staðinn verði tekið upp kerfi þar sem bankar geta eingöngu tekið við sparnaði og lánað hann út. „Þegar maður fer að útskýra þetta fyrir fólki þá spyr fólk, er það ekki þannig sem bankar vinna? Þeir safna innlánum og lána út? En þetta er í rauninni ekki þannig. Þeir þurfa ekki að safna innlánum til að lána út peninga og búa til peninga," segir Frosti. Hann segir að mikil auðlind sé fólgin í því að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil, en hins vegar þurfi að stýra honum rétt. „Peningamagnsstjórnunin hefur verið rót óstöðugleika. Og það er hægt að koma í veg fyrir hann. Það er dálítið sérstakt að í stjórnarskránni er ekkert sagt um hvernig peningavaldið skuli temprað. (…) Það er ekki orð um það í íslensku stjórnarskránni," segir Frosti en hann segar afar mikilvægt að ákvæði sé í stjórnarskránni um hvernig fara skuli með þetta mikla vald. Frosti segir að bankarnir geti í raun búið til nýjar krónur inn í kerfið með því að lána peninga. Seðlabankinn geti síðan fylgt á eftir með veikburða stýritækjum. Sjá má viðtal við Frosta hér.
Klinkið Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Sjá meira