Vignir Svavarsson hefur verið dæmdur í tveggja vikna bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leik Hannover-Burgdorf og Eintracht Hildesheim um helgina.
Þetta kom fram í þýskum fjölmiðlum í dag. Vignir missir því af heimaleik Hannover-Burgdorf gegn Gummersbach eftir slétta viku en hann nær þó síðustu tveimur deildarleikjum tímabilsins, gegn Flensburg og Lübbecke.
Vignir mun svo yfirgefa Hannover-Burgdorf þegar að samningur hans rennur út í sumar en hann mun þá ganga í raðir Minden, sem leikur sem nýliði í efstu deild á næsta tímabili.
Vignir í fjórtán daga bann
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið






Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við
Íslenski boltinn


„Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“
Íslenski boltinn

