Rof á trúnaðarsambandi Erla Hlynsdóttir skrifar 16. maí 2012 19:00 Lögmaður kvenna sem ætla í mál við Jens Kjartansson lýtalækni segir það rof á trúnaðarsambandi sínu við umbjóðendur, að henni sé gert að afhenda skattrannsóknastjóra nöfn og kennitölur kvennanna. Hún ætlar að áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að lögmaðurinn þurfi að afhenda skattrannsóknastjóra gögnin. Málið kom upp í framhaldi af svonefndu PIP-máli þegar grunur kom upp um skattsvik Jens og rannsókn hófst. Eftir að Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður, neitaði að afhenda gögnin fór skattrannsóknastjóri með kröfuna fyrir héraðsdóm. „Sem lögmaður hefði ég auðvitað viljað sjá þetta fara á hinn veginn," segir Saga. „Ég lít svo á að þagnarskylda lögmanna sé mjög rík og að þetta trúnaðarsamband sé mikilvægt. Það er ekki þægilegt að vita til þess að opinberar stofnanir eins og skattrannsóknarstjóri geti krafist gagna hjá okkur." Þá segir Saga að niðurstaðan hafi ekki komið sér á óvart. „Þetta er í rauninni bara rökstutt með því að þeir séu að gæta meðalhófs, að þetta sé hluti af þeirra starfi og að þeir séu að gæta almannahagsmuna með þvi að skattrannsóknarstjóri nái að sinna skyldum sínum," segir Saga en hún hefur ekki enn rætt við umbjóðendur sína um úrskurðinn. „Mér finnst í rauninni rétt að fá endanlega niðurstöðu áður en ég fer aðræða þetta af einhverju ráði við umbjóðendur mína." Þá segir að Saga að hún viti ekki til þess að sambærileg mál hafi komið upp hér á landi. PIP-brjóstapúðar Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Lögmaður kvenna sem ætla í mál við Jens Kjartansson lýtalækni segir það rof á trúnaðarsambandi sínu við umbjóðendur, að henni sé gert að afhenda skattrannsóknastjóra nöfn og kennitölur kvennanna. Hún ætlar að áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að lögmaðurinn þurfi að afhenda skattrannsóknastjóra gögnin. Málið kom upp í framhaldi af svonefndu PIP-máli þegar grunur kom upp um skattsvik Jens og rannsókn hófst. Eftir að Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður, neitaði að afhenda gögnin fór skattrannsóknastjóri með kröfuna fyrir héraðsdóm. „Sem lögmaður hefði ég auðvitað viljað sjá þetta fara á hinn veginn," segir Saga. „Ég lít svo á að þagnarskylda lögmanna sé mjög rík og að þetta trúnaðarsamband sé mikilvægt. Það er ekki þægilegt að vita til þess að opinberar stofnanir eins og skattrannsóknarstjóri geti krafist gagna hjá okkur." Þá segir Saga að niðurstaðan hafi ekki komið sér á óvart. „Þetta er í rauninni bara rökstutt með því að þeir séu að gæta meðalhófs, að þetta sé hluti af þeirra starfi og að þeir séu að gæta almannahagsmuna með þvi að skattrannsóknarstjóri nái að sinna skyldum sínum," segir Saga en hún hefur ekki enn rætt við umbjóðendur sína um úrskurðinn. „Mér finnst í rauninni rétt að fá endanlega niðurstöðu áður en ég fer aðræða þetta af einhverju ráði við umbjóðendur mína." Þá segir að Saga að hún viti ekki til þess að sambærileg mál hafi komið upp hér á landi.
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira