Eldsvoði í bílskúr Williams-liðsins til rannsóknar Birgir Þór Harðarson skrifar 14. maí 2012 15:30 Allir hlupu til þegar eldurinn braust út. Mynd/ap Eldur braust út í bílskúr Williams-liðsins á brautinni í Barcelona í gær, aðeins rúmum klukkutíma eftir að Pastor Maldonado sigraði kappaksturinn fyrir liðið. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá eldsneytishylki aftast í bílskúrnum þegar liðið var að pakka saman og ganga frá eftir kappaksturinn. Eldurinn var fljótur að breiðast út en með snarræði náðu liðsmenn Williams, Caterham og Foce India að ráða niðurlögum loganna á skömmum tíma. Sjö starfsmenn liðanna voru sendir á sjúkrahús í kjölfarið en alls sóttu 30 starfsmenn sjúkraskýlið við brautina. Þeir sem sendir voru á sjúkrahús hljóta nú meðferð við "ýmsum meiðslum", eins og segir í yfirlýsingum Williams-liðsins og FIA. Tækjabúnaður Williams er að öllum líkindum skemmdur. Bíll Bruno Senna var í skúrnum þegar eldurinn braust út. Bíll Maldonado var í "parc-ferme" þar sem hann er skoðaður af mótsstjórn og er því heill. Yfirvöld á Spáni vinna nú með Williams-liðinu og reyna að komast að orsök eldsvoðans. Þetta er í annað sinn sem eldur brýst út og er laus í húsakynnum Formúlu 1-liða í ár. Í Malasíu brann hjólhýsi Lotus-liðsins til grunna vegna skammhlaups í ísskáp. Formúla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Eldur braust út í bílskúr Williams-liðsins á brautinni í Barcelona í gær, aðeins rúmum klukkutíma eftir að Pastor Maldonado sigraði kappaksturinn fyrir liðið. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá eldsneytishylki aftast í bílskúrnum þegar liðið var að pakka saman og ganga frá eftir kappaksturinn. Eldurinn var fljótur að breiðast út en með snarræði náðu liðsmenn Williams, Caterham og Foce India að ráða niðurlögum loganna á skömmum tíma. Sjö starfsmenn liðanna voru sendir á sjúkrahús í kjölfarið en alls sóttu 30 starfsmenn sjúkraskýlið við brautina. Þeir sem sendir voru á sjúkrahús hljóta nú meðferð við "ýmsum meiðslum", eins og segir í yfirlýsingum Williams-liðsins og FIA. Tækjabúnaður Williams er að öllum líkindum skemmdur. Bíll Bruno Senna var í skúrnum þegar eldurinn braust út. Bíll Maldonado var í "parc-ferme" þar sem hann er skoðaður af mótsstjórn og er því heill. Yfirvöld á Spáni vinna nú með Williams-liðinu og reyna að komast að orsök eldsvoðans. Þetta er í annað sinn sem eldur brýst út og er laus í húsakynnum Formúlu 1-liða í ár. Í Malasíu brann hjólhýsi Lotus-liðsins til grunna vegna skammhlaups í ísskáp.
Formúla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira