Íslenska landsliðið í boccia vann til bronsverðlauna í flokki 1 án rennu á Norðurlandamótinu í boccia sem fram fór í Laugardalshöll um helgina.
Lið Íslands í flokki 1 skipuðu þau Árni Sævar Gylfason, Kristín Jónsdóttir og Valgeir Árni Ómarsson.
Þetta eru fyrstu verðlaunin sem íslenska landsliðið nælir sér í á Norðurlandamótinu síðan árið 2002. Þá hlaut Margrét Edda Stefánsdóttir bronsverðlaun í rennuflokki.
