Maldonado vinnur stórkoslegan spænskan kappakstur Birgir Þór Harðarson skrifar 13. maí 2012 14:05 Alonso komst snemma framhjá Maldonado í kappakstrinum. nordicphotos/afp Spánverjinn Fernando Alonso kunni engin brögð til að koma í veg fyrir að Williams-ökuþórinn Pastor Maldonado vann sinn fyrsta kappakstur á Formúlu 1 ferlinum. Þetta er einnig í fyrsta sinn síðan 2004 sem Williams vinnur kappakstur. Það gerði hann að fyrsta Venúsúelabúanum sem sigrar í Formúlu 1 þegar hann lauk spænska kappakstrinum í Barcelona í dag. Alonso varð annar á heimavelli og Kimi Raikkönen var ótrúlega nálægt í þriðja sæti á Lotus-bíl sínum. Keppnin var spennandi allan tíman. Alonso komst fram úr Maldonado í ræsingunni og hélt fyrsta sæti fram að fyrstu viðgerðahléum. Keppnin var gríðarlega taktísk og reiddu liðin sig mikið á dekkjaval og viðgerðahlé. Romain Grosjean á Lotus var fjórði og Kamui Kobayashi á Sauber-bíl fimmti. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel varð sjötti á Red Bull eftir að hafa skotið sér fram úr Nico Rosberg á Mercedes í síðasta hring. Lewis Hamilton og Jenson Button hjá McLaren voru næstir á undan Nico Hulkenberg sem krækti í síðasta stigið. Í ár hafa fimm mismunandi ökuþórar sigrað fyrstu fimm mótin í fimm mismunandi ökutækjum. Heimsmeistarakeppnin er einnig jöfn. Vettel og Alonso eru jafnir með 61 stig í fyrsta sæti. Hamilton, Raikkönen, Webber og Button eru alls ekki langt undan. Formúla Tengdar fréttir Button og Alonso fljótastir á æfingum Þeir Fernando Alonso á Ferrari og Jenson Button á McLaren voru fljótastir á æfingum dagsins. Keppt er í Barcelona á Spáni um helgina. 11. maí 2012 22:15 Hamilton á ráspól á Spáni Lewis Hamilton krækti í sinn þriðja ráspól í tímatökum fyrir spænska kappaksturinn sem fram fóru í dag. Hann fór hálfri sekúntu hraðar en Williams-ökuþórinn Pastor Maldonado sem fór nokkuð óvænt annan hraðasta hring í tímatökunum. 12. maí 2012 13:20 Evróputímabilið hefst á Spáni um helgina Á sunnudag fer spænski kappaksturinn fram í Barcelona og markar upphaf tímabilsins í Evrópu. Í gegnum tíðin hefur fyrsti Evrópukappaksturinn verið vettvangur liðanna til að kynna nýjar uppfærslur á bílum sínum og virðist ekki vera nein breyting á því í ár. 9. maí 2012 23:00 Hamilton dæmdur úr leik á Spáni Tímataka Lewis Hamilton hefur verið dæmd ógild af dómurum í spænska kappakstrinum því Hamilton gat ekki ekið bilnum inn í skúr. Pastor Maldonado ræsir því fremstur í kappakstrinum á morgun. 12. maí 2012 18:20 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso kunni engin brögð til að koma í veg fyrir að Williams-ökuþórinn Pastor Maldonado vann sinn fyrsta kappakstur á Formúlu 1 ferlinum. Þetta er einnig í fyrsta sinn síðan 2004 sem Williams vinnur kappakstur. Það gerði hann að fyrsta Venúsúelabúanum sem sigrar í Formúlu 1 þegar hann lauk spænska kappakstrinum í Barcelona í dag. Alonso varð annar á heimavelli og Kimi Raikkönen var ótrúlega nálægt í þriðja sæti á Lotus-bíl sínum. Keppnin var spennandi allan tíman. Alonso komst fram úr Maldonado í ræsingunni og hélt fyrsta sæti fram að fyrstu viðgerðahléum. Keppnin var gríðarlega taktísk og reiddu liðin sig mikið á dekkjaval og viðgerðahlé. Romain Grosjean á Lotus var fjórði og Kamui Kobayashi á Sauber-bíl fimmti. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel varð sjötti á Red Bull eftir að hafa skotið sér fram úr Nico Rosberg á Mercedes í síðasta hring. Lewis Hamilton og Jenson Button hjá McLaren voru næstir á undan Nico Hulkenberg sem krækti í síðasta stigið. Í ár hafa fimm mismunandi ökuþórar sigrað fyrstu fimm mótin í fimm mismunandi ökutækjum. Heimsmeistarakeppnin er einnig jöfn. Vettel og Alonso eru jafnir með 61 stig í fyrsta sæti. Hamilton, Raikkönen, Webber og Button eru alls ekki langt undan.
Formúla Tengdar fréttir Button og Alonso fljótastir á æfingum Þeir Fernando Alonso á Ferrari og Jenson Button á McLaren voru fljótastir á æfingum dagsins. Keppt er í Barcelona á Spáni um helgina. 11. maí 2012 22:15 Hamilton á ráspól á Spáni Lewis Hamilton krækti í sinn þriðja ráspól í tímatökum fyrir spænska kappaksturinn sem fram fóru í dag. Hann fór hálfri sekúntu hraðar en Williams-ökuþórinn Pastor Maldonado sem fór nokkuð óvænt annan hraðasta hring í tímatökunum. 12. maí 2012 13:20 Evróputímabilið hefst á Spáni um helgina Á sunnudag fer spænski kappaksturinn fram í Barcelona og markar upphaf tímabilsins í Evrópu. Í gegnum tíðin hefur fyrsti Evrópukappaksturinn verið vettvangur liðanna til að kynna nýjar uppfærslur á bílum sínum og virðist ekki vera nein breyting á því í ár. 9. maí 2012 23:00 Hamilton dæmdur úr leik á Spáni Tímataka Lewis Hamilton hefur verið dæmd ógild af dómurum í spænska kappakstrinum því Hamilton gat ekki ekið bilnum inn í skúr. Pastor Maldonado ræsir því fremstur í kappakstrinum á morgun. 12. maí 2012 18:20 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Button og Alonso fljótastir á æfingum Þeir Fernando Alonso á Ferrari og Jenson Button á McLaren voru fljótastir á æfingum dagsins. Keppt er í Barcelona á Spáni um helgina. 11. maí 2012 22:15
Hamilton á ráspól á Spáni Lewis Hamilton krækti í sinn þriðja ráspól í tímatökum fyrir spænska kappaksturinn sem fram fóru í dag. Hann fór hálfri sekúntu hraðar en Williams-ökuþórinn Pastor Maldonado sem fór nokkuð óvænt annan hraðasta hring í tímatökunum. 12. maí 2012 13:20
Evróputímabilið hefst á Spáni um helgina Á sunnudag fer spænski kappaksturinn fram í Barcelona og markar upphaf tímabilsins í Evrópu. Í gegnum tíðin hefur fyrsti Evrópukappaksturinn verið vettvangur liðanna til að kynna nýjar uppfærslur á bílum sínum og virðist ekki vera nein breyting á því í ár. 9. maí 2012 23:00
Hamilton dæmdur úr leik á Spáni Tímataka Lewis Hamilton hefur verið dæmd ógild af dómurum í spænska kappakstrinum því Hamilton gat ekki ekið bilnum inn í skúr. Pastor Maldonado ræsir því fremstur í kappakstrinum á morgun. 12. maí 2012 18:20