Hinn þrítugi hnefaleikakappi, Paul Williams, lenti í alvarlega mótorhjólaslysi um helgina og lamaðist fyrir neðan mitti.
"Hann er í góðum anda þrátt fyrir áfallið," sagði umboðsmaður hans.
Williams lenti í slysinu þar sem hann var á leið í brúðkaup bróður sins. Hann var að reyna að forðast bíl sem var að beygja í áttina að honum og endaði þá á röngum vegarhelmingi.
Hann átti að keppa næst í Las Vegas í september en eðlilega er búið að blása þann bardaga af.

