Hamilton ósáttur við gengi McLaren | vill taka skref fram á við 28. maí 2012 13:00 Lewis Hamilton er ósáttur við gengi McLaren á keppnistímabilinu. Getty Images / Nordic Photos Breski ökuþórinn Lewis Hamilton er alls ekki sáttur við gang mála hjá keppnisliðinu McLaren eftir keppnina í Mónakó. Hamilton endaði í fimmta sæti og liðsfélagi hans Jenson Button féll úr keppninni. Hamilton krefst þess að McLaren liðið fari að taka skref fram á við eftir afleitt gengi að undanförnu. Liðsfélagi hans sigraði í Ástralíu fyrir tveimur mánuðum en frá þeim tíma hefur liðið ekki náð eins góðum árangri og búist var við. Hamilton var ósáttur við margt eftir keppnina í Mónakó og hann telur að liðið þurfi að endurskoða margt hjá sér. "Mér líkar það ekki að taka skref til baka á keppnistímabilinu. Ræsingin var ein sú versta hjá okkur í langan tíma, ég veit ekki hvað liggur þar að baki. Þeir sem voru á undan mér og fyrir aftan í ræsingunni náðu fullkomnu starti en ekki við. Ég var heppinn að lenda ekki í árekstri. Við æfum þessa hluti þúsund sinnum á ári og það á að vera hægt að laga þetta," sagði Hamilton en hann var einnig ósáttur við þann tíma sem McLaren liðið þurfti að nota í þjónustuhléum. Þar telur hann að liðið eigi mikið inni. "Við misstum tíma í þjónustuhléum og ég missti Fernando Alonso og Sebastian Vettel fóru framúr mér í slíkum hléum," bætti Hamilton við. "Við eigum enn eftir að upplifa keppnisviku þar sem ekkert er úrskeiðis." Hamilton var ekki í góðu skapi eftir keppnina í Mónakó og hann kvartaði einnig yfir miðum sem flugu á keppnisbíl hans og byrgðu honum sýn í miðri keppni. Þar voru liðsfélagar hans að gefa honum upp upplýsingar um stöðu hans og tíma, en miðarnir áttu það til að fjúka af skiltunum og fóru einhverjir þeirra í hjálm Hamilton. "Nokkrir miðar fóru beint framan á hjálminn hjá mér og ég sá ekki neitt, þetta var fáránlegt," sagði Hamilton. Ástralinn Mark Webber sem ekur fyrir Red Bull sigraði í Mónakókappakstrinum, Nico Rosberg á Mercedes varð annar og þriðji varð Fernando Alonso hjá Ferrari. Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Breski ökuþórinn Lewis Hamilton er alls ekki sáttur við gang mála hjá keppnisliðinu McLaren eftir keppnina í Mónakó. Hamilton endaði í fimmta sæti og liðsfélagi hans Jenson Button féll úr keppninni. Hamilton krefst þess að McLaren liðið fari að taka skref fram á við eftir afleitt gengi að undanförnu. Liðsfélagi hans sigraði í Ástralíu fyrir tveimur mánuðum en frá þeim tíma hefur liðið ekki náð eins góðum árangri og búist var við. Hamilton var ósáttur við margt eftir keppnina í Mónakó og hann telur að liðið þurfi að endurskoða margt hjá sér. "Mér líkar það ekki að taka skref til baka á keppnistímabilinu. Ræsingin var ein sú versta hjá okkur í langan tíma, ég veit ekki hvað liggur þar að baki. Þeir sem voru á undan mér og fyrir aftan í ræsingunni náðu fullkomnu starti en ekki við. Ég var heppinn að lenda ekki í árekstri. Við æfum þessa hluti þúsund sinnum á ári og það á að vera hægt að laga þetta," sagði Hamilton en hann var einnig ósáttur við þann tíma sem McLaren liðið þurfti að nota í þjónustuhléum. Þar telur hann að liðið eigi mikið inni. "Við misstum tíma í þjónustuhléum og ég missti Fernando Alonso og Sebastian Vettel fóru framúr mér í slíkum hléum," bætti Hamilton við. "Við eigum enn eftir að upplifa keppnisviku þar sem ekkert er úrskeiðis." Hamilton var ekki í góðu skapi eftir keppnina í Mónakó og hann kvartaði einnig yfir miðum sem flugu á keppnisbíl hans og byrgðu honum sýn í miðri keppni. Þar voru liðsfélagar hans að gefa honum upp upplýsingar um stöðu hans og tíma, en miðarnir áttu það til að fjúka af skiltunum og fóru einhverjir þeirra í hjálm Hamilton. "Nokkrir miðar fóru beint framan á hjálminn hjá mér og ég sá ekki neitt, þetta var fáránlegt," sagði Hamilton. Ástralinn Mark Webber sem ekur fyrir Red Bull sigraði í Mónakókappakstrinum, Nico Rosberg á Mercedes varð annar og þriðji varð Fernando Alonso hjá Ferrari.
Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira