Aron Einar: Getum verið sáttir með spilamennskuna í þessum leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2012 22:24 Mynd/AFP Aron Einar Gunnarsson var fyrirliði íslenska landsliðsins á móti Svíum í kvöld alveg eins og í leiknum á móti Frökkum. Íslenska liðið kom til baka eftir slæma byrjun en varð að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð. „Við byrjuðum illa og það var greinilegt að Frakkaleikurinn sat aðeins í okkur. Svo komum við til baka og við erum að halda boltanum vel í seinni hálfleik. Menn geta sáttir með spilamennskuna í þessum tveimur leikjum þó að við séum að fá á okkur of mörg mörk," sagði Aron Einar. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta eru tvö lið sem eru að fara á EM og þau mættu með sín sterkustu lið. Við getum verið sáttir með það að það er uppgangur í þessu og þó að við segjum það endalaust þá takið þið örugglega eftir því heima að þetta er orðið svolítið öðruvísi," sagði Aron Einar. „Menn eru sáttir með þetta og það er gaman að taka þátt í þessu sérstaklega þegar við erum að spila vel," sagði Aron Einar. „Við höfum ekki verið þekktir fyrir það að halda boltanum vel en við vorum að gera það vel í kvöld. Við vorum að láta boltann ganga og það er það sem fólk vill sjá heima" sagði Aron. „Ég er kominn í 28 leiki og þetta hefur ekki verið frábær spilamennska hjá okkur þann tíma en það er uppgangur í þessu hjá okkur og svo eigum við líka leikmenn inni eins og Eið Smára og fleiri," sagði Aron Einar. „Við lítum á þessa tvo leiki sem gott próf fyrir okkur. Nú er það bara Færeyjar í næsta leik og svo er það bara undankeppni HM. Við horfum á það þannig að við eigum góða möguleika og náum vonandi að gera einhverja hluti þar. Ef við náum að spila vel í þeim leikjum þá held ég að íslenska þjóðin verði sátt með okkur og ekki síst við sjálfir. Við skuldum okkur sjálfir það að gera vel í þessari undankeppni og vonandi tekst það," sagði Aron Einar. „Það eru fjórir leikir búnir með Lars núna. Hann er öðruvísi en Óli og það eru aðrar áherslur. Hann vill að við höfum trú á sjálfum okkur og ég tel að við höfum það. Við verðum að trúa því að við getum spilað fótbolta og sérstaklega að láta boltann ganga. Við getum það, við erum með tekníska leikmenn í liðinu sem hefur kannski ekki verið síðustu ár," sagði Aron Einar. „Við verðum bara að sjá hvort okkur takist að gera eitthvað í þessum riðlli. Það þýðir ekkert að halda það að við séum einhverjir karlar eftir þessa tvo leiki því töpuðum báðum leikjunum. Þetta er samt jákvætt og við höldum bara áfam," sagði Aron Einar að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson var fyrirliði íslenska landsliðsins á móti Svíum í kvöld alveg eins og í leiknum á móti Frökkum. Íslenska liðið kom til baka eftir slæma byrjun en varð að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð. „Við byrjuðum illa og það var greinilegt að Frakkaleikurinn sat aðeins í okkur. Svo komum við til baka og við erum að halda boltanum vel í seinni hálfleik. Menn geta sáttir með spilamennskuna í þessum tveimur leikjum þó að við séum að fá á okkur of mörg mörk," sagði Aron Einar. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta eru tvö lið sem eru að fara á EM og þau mættu með sín sterkustu lið. Við getum verið sáttir með það að það er uppgangur í þessu og þó að við segjum það endalaust þá takið þið örugglega eftir því heima að þetta er orðið svolítið öðruvísi," sagði Aron Einar. „Menn eru sáttir með þetta og það er gaman að taka þátt í þessu sérstaklega þegar við erum að spila vel," sagði Aron Einar. „Við höfum ekki verið þekktir fyrir það að halda boltanum vel en við vorum að gera það vel í kvöld. Við vorum að láta boltann ganga og það er það sem fólk vill sjá heima" sagði Aron. „Ég er kominn í 28 leiki og þetta hefur ekki verið frábær spilamennska hjá okkur þann tíma en það er uppgangur í þessu hjá okkur og svo eigum við líka leikmenn inni eins og Eið Smára og fleiri," sagði Aron Einar. „Við lítum á þessa tvo leiki sem gott próf fyrir okkur. Nú er það bara Færeyjar í næsta leik og svo er það bara undankeppni HM. Við horfum á það þannig að við eigum góða möguleika og náum vonandi að gera einhverja hluti þar. Ef við náum að spila vel í þeim leikjum þá held ég að íslenska þjóðin verði sátt með okkur og ekki síst við sjálfir. Við skuldum okkur sjálfir það að gera vel í þessari undankeppni og vonandi tekst það," sagði Aron Einar. „Það eru fjórir leikir búnir með Lars núna. Hann er öðruvísi en Óli og það eru aðrar áherslur. Hann vill að við höfum trú á sjálfum okkur og ég tel að við höfum það. Við verðum að trúa því að við getum spilað fótbolta og sérstaklega að láta boltann ganga. Við getum það, við erum með tekníska leikmenn í liðinu sem hefur kannski ekki verið síðustu ár," sagði Aron Einar. „Við verðum bara að sjá hvort okkur takist að gera eitthvað í þessum riðlli. Það þýðir ekkert að halda það að við séum einhverjir karlar eftir þessa tvo leiki því töpuðum báðum leikjunum. Þetta er samt jákvætt og við höldum bara áfam," sagði Aron Einar að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira