Vettel á ráspól í Kanada Birgir Þór Harðarson skrifar 9. júní 2012 18:16 Vettel var einbeittur fyrir tímatökuna í Kanada og setti bílinn á ráspól. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull-bíl verður enn á ný á ráspól í Kanada kappakstrinum á morgun. Hann var þó nokkuð fljótari en Lewis Hamilton á McLaren, þremur tíundu úr sekúndu. Fernando Alonso var þriðji á Ferrari-bílnum og Mark Webber, liðsfélagi Vettels fjórði. Nico Rosberg á Mercedes var fimmti. Michael Schumacher var aðeins níundi, sem verður að teljast nokkur vonbrigði fyrir aldursforsetan því fyrir mótið var hann talinn líklegur sigurvegari í Kanada. Jenson Button mun ræsa tíundi á ráslínunni á morgun. McLaren-liðið lagði bíl hans þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir og hann ók ekki meira. Kimi Raikkönen komst ekki upp úr annari lotu tímatökunnar en liðsfélagi hans hjá Lotus, Romain Grosjean, komst alla leið og ræsir sjöundi á eftir Felipe Massa. Paul di Resta hjá Force India ræsir þar rétt á eftir. Af öftustu mönnum er það að frétta að Pedro de la Rosa á HRT-bíl var fljótari en liðsfélagi sinn og báðir Marussia-bílarnir. Það verður að teljast góð niðurstaða fyrir HRT sem hefur verið í ruglinu í upphafi tímabilsins. Kappaksturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun og hefst útsendingin klukkan 17:40. Formúla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull-bíl verður enn á ný á ráspól í Kanada kappakstrinum á morgun. Hann var þó nokkuð fljótari en Lewis Hamilton á McLaren, þremur tíundu úr sekúndu. Fernando Alonso var þriðji á Ferrari-bílnum og Mark Webber, liðsfélagi Vettels fjórði. Nico Rosberg á Mercedes var fimmti. Michael Schumacher var aðeins níundi, sem verður að teljast nokkur vonbrigði fyrir aldursforsetan því fyrir mótið var hann talinn líklegur sigurvegari í Kanada. Jenson Button mun ræsa tíundi á ráslínunni á morgun. McLaren-liðið lagði bíl hans þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir og hann ók ekki meira. Kimi Raikkönen komst ekki upp úr annari lotu tímatökunnar en liðsfélagi hans hjá Lotus, Romain Grosjean, komst alla leið og ræsir sjöundi á eftir Felipe Massa. Paul di Resta hjá Force India ræsir þar rétt á eftir. Af öftustu mönnum er það að frétta að Pedro de la Rosa á HRT-bíl var fljótari en liðsfélagi sinn og báðir Marussia-bílarnir. Það verður að teljast góð niðurstaða fyrir HRT sem hefur verið í ruglinu í upphafi tímabilsins. Kappaksturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun og hefst útsendingin klukkan 17:40.
Formúla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira