Hamilton fljótastur á æfingum í Kanada Birgir Þór Harðarson skrifar 8. júní 2012 23:15 Hamilton var fljótastur á báðum æfingum dagsins. nordicphotos/afp Breski ökuþórinn Lewis Hamilton var fljótastur á báðum æfingum dagins í Kanada í dag. McLaren-bíll hans virkaði fínt en liðsfélagi hans, Jenson Button, ók aðeins fáeina hringi vegna bilunar í gírkassa. Það var ekki langt á efstu manna á seinni æfingunni. Aðeins skildu 0,7 sekúndur efstu þrettán að. Enn heldur Formúla 1 að vera óútreiknanleg og erfitt er að ráða í það hver verður fremstur á ráslínu í tímatökunum fyrir kappaksturinn á morgun. Athygli vakti að Lotus-liðið, með þá Kimi Raikkönen og Roman Grosjean við stýrið, gekk illa að raða sér meðal þeirra efstu. Bílar liðsins voru fjórtándu og fimmtándu hröðustu í seinni æfingunni. Michael Schumacher var um það bil 0,2 sekúndum fljótari en liðsfélagi sinn í seinni æfingunni. Sigri hann um helgina verður hann sjöundi sigurvegarinn í ár. Sjö gæti reynst happatalan hans því hann, sjöfaldur heimsmeistarinn, ekur bíl sjö, hefur sigrað sjö sinnum í Kanada og gæti sigrað mót númer sjö. Tímatökur fyrir kappaksturinn eru á morgun klukkan 16:50 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Breski ökuþórinn Lewis Hamilton var fljótastur á báðum æfingum dagins í Kanada í dag. McLaren-bíll hans virkaði fínt en liðsfélagi hans, Jenson Button, ók aðeins fáeina hringi vegna bilunar í gírkassa. Það var ekki langt á efstu manna á seinni æfingunni. Aðeins skildu 0,7 sekúndur efstu þrettán að. Enn heldur Formúla 1 að vera óútreiknanleg og erfitt er að ráða í það hver verður fremstur á ráslínu í tímatökunum fyrir kappaksturinn á morgun. Athygli vakti að Lotus-liðið, með þá Kimi Raikkönen og Roman Grosjean við stýrið, gekk illa að raða sér meðal þeirra efstu. Bílar liðsins voru fjórtándu og fimmtándu hröðustu í seinni æfingunni. Michael Schumacher var um það bil 0,2 sekúndum fljótari en liðsfélagi sinn í seinni æfingunni. Sigri hann um helgina verður hann sjöundi sigurvegarinn í ár. Sjö gæti reynst happatalan hans því hann, sjöfaldur heimsmeistarinn, ekur bíl sjö, hefur sigrað sjö sinnum í Kanada og gæti sigrað mót númer sjö. Tímatökur fyrir kappaksturinn eru á morgun klukkan 16:50 og er í beinni á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira