Akureyringar spenntir fyrir serbneskum markverði | Ekkert frágengið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júní 2012 10:17 Bjarni á ferðinni með Akureyri gegn Gróttu í vetur. Mynd / Vilhelm Bjarni Fritzson, annar þjálfara handboltaliðs Akureyrar, segist vonast til þess að félagið semji við serbneskan markvörð sem hefur verið á reynslu hjá félaginu. „Það á eftir að semja við hann og ganga frá samningnum svo að menn eru aðeins of fljótir á sér," sagði Bjarni sem segir alls ekki í höfn að markvörðurinn gangi til liðs við Akuryri. „Hann er líklega á leiðinni heim til sín í dag og ræðir við umboðsmanninn þegar hann kemur heim. Það er stórt spurningamerki að vanta markvörð. Ef okkur tekst að landa þessu lítur þetta vel út hjá okkur," segir Bjarni en liðið hefur æft af krafti undanfarið. Bjarni segir liðið hafa horft í kringum sig eftir markverði undanfarið. Serbneskur félagi hans hafi svo bent honum á góðan markvörð sem Bjarna líst vel á. „Hann hefur verið á reynslu hjá okkur. Við vorum virkilega ánægðir með hann. Hann kom mjög vel út á æfingu og gott að fá að sjá hann og ræða við hann. Hann kom mjög vel fyrir," segir Bjarni um markvörðinn sem er 24 ára. „Hann er 24 ára, verið fyrirliði í nokkur ár hjá sínu liði sem gefur til kynna sterkan persónuleika hjá svo ungum manni," segir Bjarni. Annars er það að frétta af Akureyringum að Hreinn Hauksson hefur ákveðið að spila með liðinu á næsta tímabili. Hins vegar er allt útli fyrir að Hörður Fannar Sigþórsson hverfi á braut til Færeyja. „Það er gríðarlegur fengur í Hreini og við erum lukkulegir með það. Við söknuðum hans mikið í vörninni í vetur. Hann er öflugasti bakvörðurinn á landinu og ekki gaman að spila á móti honum," segir Bjarni. Fjarveru Harðar, sem ekki er víst að af verði þó líklegt sé, segir Bjarni norðanliðið leysa þótt hans verði saknað. Ásgeir Jónsson er komið á fullt á nýjan leik eftir erfið meiðsli. „Hann fékk brjósklos í þrjá hryggjarliði í bakinu sem eru engin smámeiðsli. Sérstaklega fyrir línumann sem er alltaf í baráttunni," segir Bjarni sem segir Ásgeir líta mjög vel út. Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Sjá meira
Bjarni Fritzson, annar þjálfara handboltaliðs Akureyrar, segist vonast til þess að félagið semji við serbneskan markvörð sem hefur verið á reynslu hjá félaginu. „Það á eftir að semja við hann og ganga frá samningnum svo að menn eru aðeins of fljótir á sér," sagði Bjarni sem segir alls ekki í höfn að markvörðurinn gangi til liðs við Akuryri. „Hann er líklega á leiðinni heim til sín í dag og ræðir við umboðsmanninn þegar hann kemur heim. Það er stórt spurningamerki að vanta markvörð. Ef okkur tekst að landa þessu lítur þetta vel út hjá okkur," segir Bjarni en liðið hefur æft af krafti undanfarið. Bjarni segir liðið hafa horft í kringum sig eftir markverði undanfarið. Serbneskur félagi hans hafi svo bent honum á góðan markvörð sem Bjarna líst vel á. „Hann hefur verið á reynslu hjá okkur. Við vorum virkilega ánægðir með hann. Hann kom mjög vel út á æfingu og gott að fá að sjá hann og ræða við hann. Hann kom mjög vel fyrir," segir Bjarni um markvörðinn sem er 24 ára. „Hann er 24 ára, verið fyrirliði í nokkur ár hjá sínu liði sem gefur til kynna sterkan persónuleika hjá svo ungum manni," segir Bjarni. Annars er það að frétta af Akureyringum að Hreinn Hauksson hefur ákveðið að spila með liðinu á næsta tímabili. Hins vegar er allt útli fyrir að Hörður Fannar Sigþórsson hverfi á braut til Færeyja. „Það er gríðarlegur fengur í Hreini og við erum lukkulegir með það. Við söknuðum hans mikið í vörninni í vetur. Hann er öflugasti bakvörðurinn á landinu og ekki gaman að spila á móti honum," segir Bjarni. Fjarveru Harðar, sem ekki er víst að af verði þó líklegt sé, segir Bjarni norðanliðið leysa þótt hans verði saknað. Ásgeir Jónsson er komið á fullt á nýjan leik eftir erfið meiðsli. „Hann fékk brjósklos í þrjá hryggjarliði í bakinu sem eru engin smámeiðsli. Sérstaklega fyrir línumann sem er alltaf í baráttunni," segir Bjarni sem segir Ásgeir líta mjög vel út.
Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Sjá meira