Guðrún Jóhannsdóttir og Hilmar Örn Jónsson unnu til silfurverðlauna á Viking Cup heimsbikarmótinu sem fram fór í Laugardal um helgina.
Guðrún mætti Alejöndru Benitez frá Venesúela í úrslitum í kvennaflokki. Sú suður-ameríska hafði betur og tryggði sér gullið. Þorbjörg Ágústsdóttir náði sér ekki á strik á mótinu og hafnaði í sjötta sæti.
Í karlaflokki mætti Hlmar Örn hinum argentínska Alexander Achten í úrslitum en varð að játa sig sigraðan. Í þriðja sæti höfnuðu Gunnar Egill Ágústsson og Guðjón Ragnar Brynjarsson.
Tíu efstu í kvennaflokki
1. Alejandra Benitez - Venesúela
2. Guðrún Jóhannesdóttir
3. Anna Matveeva - Rússlandi
3. Maria Belen Perez Maurice - Argentínu
5. Adianny Torres - Venesúela
6. Þorbjörg Ágústsdóttir
7. Ekaterina Kirilkova - Rússlandi
8. Anna Bashta - Rússlandi
9. Maria Carreno - Venesúela
10. Shia Rodriguez - Venesúela
Tíu efstu í karlaflokki
1. Alexander Achten - Argentínu
2. Hilmar Örn Jónsson
3. Gunnar Egill Ágústsson
3. Guðjón Ragnar Brynjarsson
5. Ibrahim Ahmet Ant - Túrkmenistan
6. Vincenzo Atli Ciullo
7. Haraldur Húgósson
8. Jónas Ásgeri Ásgeirsson
9. Jón Þór Backman
10. Hróar Húgósson
Tvenn silfurverðlaun til Íslands á Víkingamótinu
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið





„Þeir spila mjög fast og komast upp með það“
Körfubolti

Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn



