
Stærsta einkasafn muna úr einvígi þeirra Bobby Fischers og Boris Spasskí verður sýnt um helgina á sýningu Landssambands íslenskra frímerkjasafnara.
Munirnir koma úr söfnum Sigurðar R. Péturssonar og Ríkharðs Sveinssonar, auk þess sem sýnt verður safn í eigu bandarísks aðila.
Á meðal þeirra muna sem verða til sýnis eru medalíur og silfurskeiðar sem gerðar voru í tengslum við einvígið, veggspjöld og myndir áritaðar af Spasskí og Fischer.
Sýningin ber heitið FRÍMERKI2012 en hún opnaði í sal KFUM og K á Holtavegi og stendur til 3. júní.