Button kemur Schumacher til varnar Birgir Þór Harðarson skrifar 1. júní 2012 21:30 Button segir gangrýnina á endurkomu Schumachers ósanngjarna. nordicphotos/afp Jenson Button, ökumaður McLaren í Formúlu 1, kemur Michael Schumacher til varnar og segir lítið að marka gagnrýnina sem heimsmeistarinn sjöfaldi hefur fengið á sig. Endurkoma Schumachers hefur ekki gengið sem skildi og vilja sumir spekingar meina að lítið loft sé enn í blöðru Schumachers. Button bendir hins vegar á að það sé erfitt að koma til baka sem sjöfaldur heimsmeistari. „Við megum ekki gleyma hvað hann hefur áður gert." Button var lengi að ná sér á strik í Formúlu 1. Hann hóf að aka fyrir Williams-liðið árið 2000 og var þá álitinn helsta von Breta í Formúlu 1. Ferill Buttons fór hratt niður á við og margir missti trú á honum. Það tók hann fimm ár í mótaröðinni að koma sér á strik. Árið 2004 ók hann stórkoslega og tveimur erfiðum árum hjá Honda síðar sigraði hann í fyrsta sinn. Hann varð svo heimsmeistari árið 2009. „Stundum tekur tíma að koma sér fyrir í bílnum, smyrja samstarfið við liðið og púsla hlutunum saman." Schumacher var fljótastur í tímatökum í Mónakó og var óheppinn í keppninni sjálfri. „Hann var frábær í Mónakó og gerði engin mistök. Hann setti saman ótrúlegan hring og átti það fullkomlega skilið," segir Button. „Þegar hann stóð upp úr bílnum í lok tímatökunnar held ég að hann hafi verið mjög ánægður, en vonsvikinn í senn að vera sendur aftur um fimm sæti." Formúla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Jenson Button, ökumaður McLaren í Formúlu 1, kemur Michael Schumacher til varnar og segir lítið að marka gagnrýnina sem heimsmeistarinn sjöfaldi hefur fengið á sig. Endurkoma Schumachers hefur ekki gengið sem skildi og vilja sumir spekingar meina að lítið loft sé enn í blöðru Schumachers. Button bendir hins vegar á að það sé erfitt að koma til baka sem sjöfaldur heimsmeistari. „Við megum ekki gleyma hvað hann hefur áður gert." Button var lengi að ná sér á strik í Formúlu 1. Hann hóf að aka fyrir Williams-liðið árið 2000 og var þá álitinn helsta von Breta í Formúlu 1. Ferill Buttons fór hratt niður á við og margir missti trú á honum. Það tók hann fimm ár í mótaröðinni að koma sér á strik. Árið 2004 ók hann stórkoslega og tveimur erfiðum árum hjá Honda síðar sigraði hann í fyrsta sinn. Hann varð svo heimsmeistari árið 2009. „Stundum tekur tíma að koma sér fyrir í bílnum, smyrja samstarfið við liðið og púsla hlutunum saman." Schumacher var fljótastur í tímatökum í Mónakó og var óheppinn í keppninni sjálfri. „Hann var frábær í Mónakó og gerði engin mistök. Hann setti saman ótrúlegan hring og átti það fullkomlega skilið," segir Button. „Þegar hann stóð upp úr bílnum í lok tímatökunnar held ég að hann hafi verið mjög ánægður, en vonsvikinn í senn að vera sendur aftur um fimm sæti."
Formúla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira