Hamilton fær ekki góðærissamning aftur Birgir Þór Harðarson skrifar 13. júní 2012 06:00 Hamilton er örugglega þakklátur Ron Dennis sem hefur styrkt hann fjárhagslega í gegnum allan kappakstursferilinn. nordicphotos/afp Lewis Hamilton, ökumaður McLaren, er á ofurlaunum hjá liðinu en samningur hans rennur út í lok árs. Þá vandast málið fyrir McLaren sem hefur ekki efni á að bjóða honum sömu laun og hann samdi um árið 2007. Ron Dennis, fyrrverandi liðstjóri McLaren í Formúlu 1 og núverandi forstjóri McLaren Group, segir stöðuna gríðarlega flókna. "Við erum að nálgast enda samnings sem var gerður þegar efnahagurinn var nokkuð betri. Nú þurfum við að jafna launin hans út." McLaren Group rekur meðal annars McLaren-liðið í Formúlu 1 og framleiðir McLarenF1 sportbílana vinsælu. "Hann mun auðvitað líta í kringum sig og við munum líta á þá ökumenn sem eru mögulegir. En þegar allt kemur til alls vona ég að staðreyndin að hann hafi verið samningsbundinn McLaren allan sinn ökumannsferil vegi þyngra en annað." Dennis er maðurinn sem uppgvötaði Hamilton fyrir aldamót. Hamilton ók þá í neðri deildum mótorsportsins í Evrópu og taldi Dennis hann svo efnilegann að hann ákvað að borga undir ferilinn hans. Það gekk eftir og Hamilton komst í Formúlu 1 hjá McLaren árið 2007 og varð heimsmeistari ári síðar. "Við borgum honum mjög mikið," bætti Dennis við. "Hann fær allavega meira borgað en ég." Formúla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton, ökumaður McLaren, er á ofurlaunum hjá liðinu en samningur hans rennur út í lok árs. Þá vandast málið fyrir McLaren sem hefur ekki efni á að bjóða honum sömu laun og hann samdi um árið 2007. Ron Dennis, fyrrverandi liðstjóri McLaren í Formúlu 1 og núverandi forstjóri McLaren Group, segir stöðuna gríðarlega flókna. "Við erum að nálgast enda samnings sem var gerður þegar efnahagurinn var nokkuð betri. Nú þurfum við að jafna launin hans út." McLaren Group rekur meðal annars McLaren-liðið í Formúlu 1 og framleiðir McLarenF1 sportbílana vinsælu. "Hann mun auðvitað líta í kringum sig og við munum líta á þá ökumenn sem eru mögulegir. En þegar allt kemur til alls vona ég að staðreyndin að hann hafi verið samningsbundinn McLaren allan sinn ökumannsferil vegi þyngra en annað." Dennis er maðurinn sem uppgvötaði Hamilton fyrir aldamót. Hamilton ók þá í neðri deildum mótorsportsins í Evrópu og taldi Dennis hann svo efnilegann að hann ákvað að borga undir ferilinn hans. Það gekk eftir og Hamilton komst í Formúlu 1 hjá McLaren árið 2007 og varð heimsmeistari ári síðar. "Við borgum honum mjög mikið," bætti Dennis við. "Hann fær allavega meira borgað en ég."
Formúla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira