Sport

Jón Margeir fékk gull | Sex Íslandsmet á fyrsta keppnisdegi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jón Margeir og Kolbrún Alda voru kjörin íþróttamenn ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra á síðasta ári.
Jón Margeir og Kolbrún Alda voru kjörin íþróttamenn ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra á síðasta ári. Mynd / ÍF
Jón Margeir Sverrison, sundkappi úr Fjölni, vann í dag sigur í 200 metra skriðsundi í opnum flokki á Opna þýska meistaramótinu í sundi og setti nýtt Íslandsmet.

Jón Margeir synti á tímanum 2:01,56 mínútum í úrslitasundinu og bætti Íslandsmet sitt, 2:03,84 mínútur, um rúmar tvær sekúndur. Þá komst Aníta Ósk Hrafnsdóttir úr Sundfélaginu Firði í úrslit í 100 metra flugsundi.

Alls voru sett sex Íslandsmet á fyrsta keppnisdegi.

Jón Margeir Sverrisson, Fjölni, Flokkur S14

-Íslandsmet í 200 metra skriðsundi á tímanum 2:01,56 mínútum

-Íslandsmet í 200 metra bringusundi á tímanum 2:45,80 mínútum

Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Sundfélagið Fjörður, Flokkur S14

-Íslandsmet í 100 metra baksundi á tímanum 1:21,09

Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, Flokkur S6

-Íslandsmet í 50 metra skriðsundi á tímanum 0:42,19 sekúndum

Marinó Ingi Adolfsson, ÍFR, Flokkur S8

-Íslandsmet í 200 metra skriðsundi á tímanum 2:49,26 mínútum

Vignir Gunnar Hauksson, ÍFR, Flokkur SB5

-Íslandsmet í 200 metra bringusundi á tímanum 5:14,53 mínútum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×