Heiðar Geir Júlíusson heldur áfram að koma boltanum í netið með Ängelholm í sænsku b-deildinni. Heiðar Geir skoraði eitt marka liðsins í 3-2 sigri á Varbergs í dag.
Þetta var fjórða mark Heiðars Geirs í þremur leikjum með sænska liðinu en hann virðist hafa unnið sér fast sæti í byrjunarliðinu. Með sigrinum styrkti liðið stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar.
Davíð Þór Viðarsson spilaði allan leikinn á miðjunni með Öster í 2-0 sigrinum á Degerfors. Östers er langefst í deildinni með tíu stiga forskot á næsta lið.
Enn skorar Heiðar Geir | Davíð Þór lék í sigurleik Öster
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




„Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“
Íslenski boltinn

„Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“
Íslenski boltinn

Leikur Grindavíkur færður vegna gossins
Íslenski boltinn


Jota í frægðarhöll Úlfanna
Fótbolti

