Alfreð Finnbogason og Pálmi Rafn Pálmason voru á skotskónum með liðum sínum í sænsku og norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Pálmi Rafn skoraði fjórða mark Lilleström í 4-3 sigri á Fredrikstad. Pálmi tók þá boltann á lofti eftir fyrirgjöf Björns Bergmanns Sigurðarsonar og hamraði knöttinn upp í fjærhornið.
Markið má sjá hér.
Alfreð skoraði sitt níunda mark á tímabilinu fyrir Helsingborg og tryggði liðinu 1-1 jafntefli gegn IFK Gautaborg.
Mark Alfreðs, sem kom beint úr aukaspyrnu, má sjá hér.
Glæsimörk Alfreðs og Pálma Rafns

Tengdar fréttir

Björn Bergmann og Pálmi Rafn í aðalhlutverkum í sigri Lilleström
Björn Bergmann Sigurðarson og Pálmi Rafn Pálmarson komu mikið við sögu í 4-3 sigri Lilleström á Fredrikstad í efstu deild norsku knattspyrnunnar í dag.

Alfreð tryggði Helsingborg stig gegn Hirti Loga
Alfreð Finnbogason skoraði sitt níunda mark á leiktíðinni þegar hann tryggði Helsingborg 1-1 jafntefli á útivelli gegn IFK Gautaborg. Mark Alfreðs var af glæsilegri gerðinni, beint úr aukaspyrnu á 85. mínútu.