Hönefoss vann 2-1 sigur á Brann í Íslendingaslag í norsku úrvalsdeildinni í dag. Kristján Örn Sigurðsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson léku allan leikinn.
Brann komst reyndar yfir með marki á nítjándu mínútu en Hönefoss tryggði sér sigurinn með tveimur mörkum í upphafi síðari hálfleiks.
Birkir Már Sævarsson lék allan leikinn fyrir Brann sem er í áttunda sæti deildarinnar með sextán stig. Hönefoss er í því sjötta með 21.
Ari Freyr Skúlason lék með sínum mönnum í GIF Sundsvall í dag er liðið gerði 3-3 jafntefli við Åtvidaberg í sænskuúrvalsdeildinni í dag. Sundsvall er í níunda sæti deildarinnar með sautján stig.
Kristján Örn og Arnór Sveinn í sigurliði
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn

Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
