Þór Akureyri fór fína ferð til Dublin á Írlandi í kvöld þar sem liðið gerði markalaust jafntefli við Bohemians í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu.
Ef marka má tölfræðina úr leiknum voru heimamenn sterkari aðilinn í leiknum en tókst ekki að troða knettinum í netið. Liðin áttu þó jafnmörg skot á markið sem gefur til kynna að Þórsarar hafa látið finna fyrir sér í sókn sem vörn.
Þór, sem hafnaði í öðru sæti bikarsins á síðustu leiktíð en leikur nú í 1. deild, er í góðri stöðu fyrir seinni leik liðanna sem fram fer norðan heiða næstkomandi fimmtudag.
Myndir frá leiknum má sjá hér neðst í fréttinni.
Þórsarar í góðri stöðu eftir markalaust jafntefli á Írlandi | Myndir

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: FH - Eschen-Mauren 2-1
Þrátt fyrir töluverða yfirburði á vellinum náði FH aðeins 2-1 sigri á USV Eschen-Mauren í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna og taka því Hafnfirðingarnir eins marks forystu út í seinni leik liðanna sem fer fram í Liechtenstein eftir viku.

Eyjamenn lágu gegn St. Patrick's 1-0 ytra | Myndasyrpa
ÍBV tapaði 1-0 gegn St. Patrick's Athletic í fyrri viðureign liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu en leikið var í Dublin í kvöld.