Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, staðfesti í dag í viðtali á MUTV-sjónvarpsstöðinni að franski miðjumaðurinn Paul Pogba sé farinn frá félaginu og að hann sé búinn að semja við ítalska stórliðið Juventus.
Paul Pogba er 19 ára gamall fjölhæfur miðjumaður sem var búinn að vera hjá Manchester United frá því í október 2009. Ferguson er ekki sáttur með framkomu leikmannsins.
„Við vitum ekki betur en að Pogba hafi samið við Juventus fyrir löngu síðan sem olli okkur vonbrigðum," sagði Sir Alex Ferguson á MUTV.
„Hann sýndi okkur enga virðingu ef ég segi alveg eins og er. Ég samt ánægður með, að leikmenn sem haga sér svona, séu að spila annarstaðar en hjá okkur," sagði Sir Alex.
Paul Pogba tók þátt í sjö leikjum Manchester United á síðasta tímabili, 3 í úrvalsdeildinni, 3 í deildarbikarnum og 1 í Evrópudeildinni. Pogba kom inn á sem varamaður í öllum þessum leikjum og náði aðeins að spðila í samtals 202 mínútur í búningi United.
Sir Alex sakar Pogba um virðingaleysi - samdi við Juventus
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti





„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti


Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti

