Maldonado segist skilja Pirelli dekkin Birgir Þór Harðarson skrifar 2. júlí 2012 20:15 Það er mikilvægt fyrir ökumenn í Formúlu 1 að skilja dekkin því þau eru stór áhrifavaldur í kappakstrinum. nordicphotos/afp Pastor Maldonado sem ekur Williams Renault í Formúlu 1 segist nú skilja hvernig Pirelli-dekkin virka. Hann er því fyrstur til að átta sig á virkni dekkjanna. Öll liðin og ökumenn hafa kvartað undan því að dekkin sem Pirelli skaffar þeim í ár eru óútreiknanleg og varla Formúlu 1 bjóðandi. Aðrir segja að dekkin hafi gert kappaksturinn frábæran. "Ég held ég skilji dekkin mjög vel," sagði Maldonado. "Mikið betur en í fyrra. Jafnvel þó þeim hafi verið breytt þá líður mér loksins vel með þau undir bílnum." Til að útskýra það nánar hvað hann meinar með því að hann skilji dekkin segir hann vita nákvæmlega hvernig hann á að sjá til þess að hann gangi ekki frá þeim. "Ég veit upp á hár hvernig ég á að nota þau heilan kappakstur og hvernig ég fæ þau til að lifa lengur. Ég er alltaf að reyna að bæta mig en ég held að blandan af mér, bílnum og dekkjunum sé góð." Maldonado vann kappaksturinn á Spáni í ár og átti góða möguleika á stigasæti í Valencia núna síðast. Hann eyðilagði hins vegar fyrir sér með því að aka inn í hliðina á Lewis Hamilton, sem hafði slátrað dekkjunum undir lok keppni. Formúla Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Pastor Maldonado sem ekur Williams Renault í Formúlu 1 segist nú skilja hvernig Pirelli-dekkin virka. Hann er því fyrstur til að átta sig á virkni dekkjanna. Öll liðin og ökumenn hafa kvartað undan því að dekkin sem Pirelli skaffar þeim í ár eru óútreiknanleg og varla Formúlu 1 bjóðandi. Aðrir segja að dekkin hafi gert kappaksturinn frábæran. "Ég held ég skilji dekkin mjög vel," sagði Maldonado. "Mikið betur en í fyrra. Jafnvel þó þeim hafi verið breytt þá líður mér loksins vel með þau undir bílnum." Til að útskýra það nánar hvað hann meinar með því að hann skilji dekkin segir hann vita nákvæmlega hvernig hann á að sjá til þess að hann gangi ekki frá þeim. "Ég veit upp á hár hvernig ég á að nota þau heilan kappakstur og hvernig ég fæ þau til að lifa lengur. Ég er alltaf að reyna að bæta mig en ég held að blandan af mér, bílnum og dekkjunum sé góð." Maldonado vann kappaksturinn á Spáni í ár og átti góða möguleika á stigasæti í Valencia núna síðast. Hann eyðilagði hins vegar fyrir sér með því að aka inn í hliðina á Lewis Hamilton, sem hafði slátrað dekkjunum undir lok keppni.
Formúla Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira