Spænski tenniskappinn Rafael Nadal þurfti í dag að draga sig úr keppni á Ólympíuleikunum í London sem hefjast annan föstudag.
Nadal hefur glímt við hnémeiðsli og ljóst að hann getur ekki varið gullverðlaun sín frá því í Peking fyrir fjórum árum.
„Ég er ekki í ástandi til þess að keppa. Þetta er eitt sorglegasta augnablik ferils míns," sagði Nadal við spænska fjölmiðla.
Feliciano Lopez tekur sæti Nadal á leikunum.
Nadal missir af Ólympíuleikunum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið







Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn
Enski boltinn


Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn
