Íslensku liðunum ekki gengið vel gegn AIK Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2012 20:45 FH mætir sænska félaginu AIK í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á Råsunda leikvanginum í Solna annað kvöld. Þrívegis áður hafa íslensk lið reynt sig gegn sænska liðinu í Evrópukeppni án árangurs. Bikarmeistarar KR mættur AIK í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa árið 1996. AIK vann fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli 1-0 með marki Krister Nordin í síðari hálfleik. Síðari leiknum ytra lauk með 1-1 jafntefli. Pascal Simpson, ein skærasta stjarna liðsins á þeim tíma, kom AIK yfir á 79. mínútu. Varamaðurinn Guðmundur Benediktsson jafnaði hins vegar fyrir KR á 87. mínútu með fallegu marki. Guðmundur vann þá boltann af varnarmanni AIK og vippaði snyrtilega yfir Magnus Hedman, markvörð sænska liðsins. AIK fór áfram samanlagt 2-1 en svipmyndir úr síðari leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Litlir möguleikar ÍBV árið 2002ÍBV mætti AIK í forkeppni UEFA bikarsins árið 2002. AIK vann fyrri leikinn í Svíþjóð 2-0 þar sem Krister Nordin var á skotskónum líkt og hann var sex árum fyrr gegn KR. Gunnar Heiðar Þorvaldsson gaf Eyjamönnum von þegar hann skoraði eftir aðeins 3. mínútur í síðari leiknum á Hásteinsvelli. Því miður jöfnuðu Svíarnir skömmu síðar og unnu 3-1 sigur og fóru áfram samanlagt 5-1. Fylkismenn klaufar árið 2003Fylkismenn töpuðu fyrri leiknum gegn AIK ytra 1-0 en sigurmarkið kom skömmu fyrir leikslok. Úrslitin engu að síður ágæt fyrir síðari viðureignina á Laugardalsvelli tveimur vikum síðar. Fylkismenn léku manni fleiri í 70 mínútur eftir að leikmanni AIK var vikið af velli fyrir að sparka til Ólafs Inga Skúlasonar. Þrátt fyrir liðsmuninn tókst Árbæingum aldrei almennilega að opna vörn sænska liðsins sem vann sanngjarnan sigur. Helgi Valur Daníelsson, sem í dag leikur með AIK, var frá vegna meiðsla í fyrri leiknum og spilaði allan leikinn á Laugardalsvelli með Fylki. Við þetta má bæta að auk Helga Vals lék Hörður Hilmarsson með AIK á árunum 1980-1981. Leikur AIK og FH á morgun á Råsunda leikvanginum, sem tekur um 37 þúsund áhorfendur, hefst klukkan 17 að íslenskum tíma. Fylgst verður með gangi mála hér á Vísi. Evrópudeild UEFA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
FH mætir sænska félaginu AIK í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á Råsunda leikvanginum í Solna annað kvöld. Þrívegis áður hafa íslensk lið reynt sig gegn sænska liðinu í Evrópukeppni án árangurs. Bikarmeistarar KR mættur AIK í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa árið 1996. AIK vann fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli 1-0 með marki Krister Nordin í síðari hálfleik. Síðari leiknum ytra lauk með 1-1 jafntefli. Pascal Simpson, ein skærasta stjarna liðsins á þeim tíma, kom AIK yfir á 79. mínútu. Varamaðurinn Guðmundur Benediktsson jafnaði hins vegar fyrir KR á 87. mínútu með fallegu marki. Guðmundur vann þá boltann af varnarmanni AIK og vippaði snyrtilega yfir Magnus Hedman, markvörð sænska liðsins. AIK fór áfram samanlagt 2-1 en svipmyndir úr síðari leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Litlir möguleikar ÍBV árið 2002ÍBV mætti AIK í forkeppni UEFA bikarsins árið 2002. AIK vann fyrri leikinn í Svíþjóð 2-0 þar sem Krister Nordin var á skotskónum líkt og hann var sex árum fyrr gegn KR. Gunnar Heiðar Þorvaldsson gaf Eyjamönnum von þegar hann skoraði eftir aðeins 3. mínútur í síðari leiknum á Hásteinsvelli. Því miður jöfnuðu Svíarnir skömmu síðar og unnu 3-1 sigur og fóru áfram samanlagt 5-1. Fylkismenn klaufar árið 2003Fylkismenn töpuðu fyrri leiknum gegn AIK ytra 1-0 en sigurmarkið kom skömmu fyrir leikslok. Úrslitin engu að síður ágæt fyrir síðari viðureignina á Laugardalsvelli tveimur vikum síðar. Fylkismenn léku manni fleiri í 70 mínútur eftir að leikmanni AIK var vikið af velli fyrir að sparka til Ólafs Inga Skúlasonar. Þrátt fyrir liðsmuninn tókst Árbæingum aldrei almennilega að opna vörn sænska liðsins sem vann sanngjarnan sigur. Helgi Valur Daníelsson, sem í dag leikur með AIK, var frá vegna meiðsla í fyrri leiknum og spilaði allan leikinn á Laugardalsvelli með Fylki. Við þetta má bæta að auk Helga Vals lék Hörður Hilmarsson með AIK á árunum 1980-1981. Leikur AIK og FH á morgun á Råsunda leikvanginum, sem tekur um 37 þúsund áhorfendur, hefst klukkan 17 að íslenskum tíma. Fylgst verður með gangi mála hér á Vísi.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira