Íslensku liðunum ekki gengið vel gegn AIK Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2012 20:45 FH mætir sænska félaginu AIK í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á Råsunda leikvanginum í Solna annað kvöld. Þrívegis áður hafa íslensk lið reynt sig gegn sænska liðinu í Evrópukeppni án árangurs. Bikarmeistarar KR mættur AIK í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa árið 1996. AIK vann fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli 1-0 með marki Krister Nordin í síðari hálfleik. Síðari leiknum ytra lauk með 1-1 jafntefli. Pascal Simpson, ein skærasta stjarna liðsins á þeim tíma, kom AIK yfir á 79. mínútu. Varamaðurinn Guðmundur Benediktsson jafnaði hins vegar fyrir KR á 87. mínútu með fallegu marki. Guðmundur vann þá boltann af varnarmanni AIK og vippaði snyrtilega yfir Magnus Hedman, markvörð sænska liðsins. AIK fór áfram samanlagt 2-1 en svipmyndir úr síðari leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Litlir möguleikar ÍBV árið 2002ÍBV mætti AIK í forkeppni UEFA bikarsins árið 2002. AIK vann fyrri leikinn í Svíþjóð 2-0 þar sem Krister Nordin var á skotskónum líkt og hann var sex árum fyrr gegn KR. Gunnar Heiðar Þorvaldsson gaf Eyjamönnum von þegar hann skoraði eftir aðeins 3. mínútur í síðari leiknum á Hásteinsvelli. Því miður jöfnuðu Svíarnir skömmu síðar og unnu 3-1 sigur og fóru áfram samanlagt 5-1. Fylkismenn klaufar árið 2003Fylkismenn töpuðu fyrri leiknum gegn AIK ytra 1-0 en sigurmarkið kom skömmu fyrir leikslok. Úrslitin engu að síður ágæt fyrir síðari viðureignina á Laugardalsvelli tveimur vikum síðar. Fylkismenn léku manni fleiri í 70 mínútur eftir að leikmanni AIK var vikið af velli fyrir að sparka til Ólafs Inga Skúlasonar. Þrátt fyrir liðsmuninn tókst Árbæingum aldrei almennilega að opna vörn sænska liðsins sem vann sanngjarnan sigur. Helgi Valur Daníelsson, sem í dag leikur með AIK, var frá vegna meiðsla í fyrri leiknum og spilaði allan leikinn á Laugardalsvelli með Fylki. Við þetta má bæta að auk Helga Vals lék Hörður Hilmarsson með AIK á árunum 1980-1981. Leikur AIK og FH á morgun á Råsunda leikvanginum, sem tekur um 37 þúsund áhorfendur, hefst klukkan 17 að íslenskum tíma. Fylgst verður með gangi mála hér á Vísi. Evrópudeild UEFA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
FH mætir sænska félaginu AIK í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á Råsunda leikvanginum í Solna annað kvöld. Þrívegis áður hafa íslensk lið reynt sig gegn sænska liðinu í Evrópukeppni án árangurs. Bikarmeistarar KR mættur AIK í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa árið 1996. AIK vann fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli 1-0 með marki Krister Nordin í síðari hálfleik. Síðari leiknum ytra lauk með 1-1 jafntefli. Pascal Simpson, ein skærasta stjarna liðsins á þeim tíma, kom AIK yfir á 79. mínútu. Varamaðurinn Guðmundur Benediktsson jafnaði hins vegar fyrir KR á 87. mínútu með fallegu marki. Guðmundur vann þá boltann af varnarmanni AIK og vippaði snyrtilega yfir Magnus Hedman, markvörð sænska liðsins. AIK fór áfram samanlagt 2-1 en svipmyndir úr síðari leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Litlir möguleikar ÍBV árið 2002ÍBV mætti AIK í forkeppni UEFA bikarsins árið 2002. AIK vann fyrri leikinn í Svíþjóð 2-0 þar sem Krister Nordin var á skotskónum líkt og hann var sex árum fyrr gegn KR. Gunnar Heiðar Þorvaldsson gaf Eyjamönnum von þegar hann skoraði eftir aðeins 3. mínútur í síðari leiknum á Hásteinsvelli. Því miður jöfnuðu Svíarnir skömmu síðar og unnu 3-1 sigur og fóru áfram samanlagt 5-1. Fylkismenn klaufar árið 2003Fylkismenn töpuðu fyrri leiknum gegn AIK ytra 1-0 en sigurmarkið kom skömmu fyrir leikslok. Úrslitin engu að síður ágæt fyrir síðari viðureignina á Laugardalsvelli tveimur vikum síðar. Fylkismenn léku manni fleiri í 70 mínútur eftir að leikmanni AIK var vikið af velli fyrir að sparka til Ólafs Inga Skúlasonar. Þrátt fyrir liðsmuninn tókst Árbæingum aldrei almennilega að opna vörn sænska liðsins sem vann sanngjarnan sigur. Helgi Valur Daníelsson, sem í dag leikur með AIK, var frá vegna meiðsla í fyrri leiknum og spilaði allan leikinn á Laugardalsvelli með Fylki. Við þetta má bæta að auk Helga Vals lék Hörður Hilmarsson með AIK á árunum 1980-1981. Leikur AIK og FH á morgun á Råsunda leikvanginum, sem tekur um 37 þúsund áhorfendur, hefst klukkan 17 að íslenskum tíma. Fylgst verður með gangi mála hér á Vísi.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira