Hrafn verður ekki áfram þjálfari KR-liðsins 17. júlí 2012 14:51 Hrafn Kristjánsson. Daníel Körfuknattleiksdeild KR og Hrafn Kristjánsson hafa komist að samkomulagi um að slíta samningaviðræðum varðandi endurnýjun samnings Hrafns við deildina fyrir komandi keppnistímabil og mun hann því ekki sjá um þjálfun meistaraflokks karla næstu leiktíð. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem KR-ingar sendu frá sér í dag. Hrafn tók við báðum meistaraflokksliðum félagsins sumarið 2010 og náði frábærum árangri á sínu fyrsta ári hjá félaginu þegar hann vann Íslands-, Bikar- og Reykjavíkurmeistaratitil með meistaraflokki karla ásamt því að ná öðru sæti í Lengjubikarnum. Sama tímabil varð meistaraflokkur kvenna silfurlið bæði í Powerade- og Lengjubikarnum auk þess að verða Meistari Meistaranna. Tímabilið 2011-2012 sinnti Hrafn þjálfun meistaraflokks og unglingaflokks karla. Meistaraflokkur félagsins endaði í öðru sæti Iceland Express deildar og féll úr leik í undanúrslitum Íslandsmótsins og Poweradebikarsins á meðan unglingaflokkurinn tryggði sér bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn. Stjórn Körfuknattleiksdeildar þakkar Hrafni innilega vel unnin störf, óskar velfarnaðar og sér eftir kröftum hans. Ákvörðunin er tekin í sátt og mun Hrafn í kjölfarið vera í ráðgefandi hlutverki við stjórn deildarinnar. Stjórn körfuknattleiksdeildar KR mun í framhaldi hefja vinnu við ráðningu þjálfara og er áætlað að þeirri framkvæmd ljúki fyrir 1. ágúst. F.h. stjórnar Böðvar Eggert Guðjónsson Formaður KKD KR _______________________________________________ Yfirlýsing Hrafns: Að sinna stöðu aðalþjálfara meistaraflokksliðs KR er að mínu viti stærsta og mikilvægasta starf sem maður getur unnið í körfuboltanum hérlendis. Það er hlutverk sem maður tekur ekki að sér nema sjá sér fært að sinna því af þeim metnaði og einbeitingu sem það starf á skilið. Þegar ég og stjórn deildarinnar settumst aftur niður til viðræðna í byrjun júlí eftir sumarfrí var ljóst að mínar aðstæður og forsendur höfðu breyst töluvert frá því í lok síðasta tímabils. Ég er nýkominn í nýtt og áhugavert starf sem ég hef sömuleiðis metnað fyrir og þarfnast athygli minnar. Það var eðlilegt að þær breyttu forsendur spiliðu inn í þegar lagst var yfir framhaldið. Það er margt sem bærist í manni þegar ákvörðun sem þessi er tekin en efst er mér eðlilega í huga þakklæti fyrir árin tvö sem að baki eru. Palli og Böddi komu flestum á óvart, mér meötöldum, þegar þeir gáfu mér tækifærið á að ganga í þetta draumahlutverk og í KR hef ég upplifað stærstu stundirnar á þjálfaraferlinum hingað til. Erfiðast er að sleppa hendinni af drengjunum sem skipa að mínu mati skemmtilegasta og mest spennandi leikmannahóp á landinu í aðdraganda komandi tímabils. Ég mun auðvitað hafa samband við leikmenn hvern og einn persónulega en vil samt nýta tækifærið hér og þakka þeim innilega samstarfið. Ég verð stjórninni innan handar varðandi málefni meistaraflokksliðsins í framhaldinu og sé svo til hvað við tekur í vetur. Eftir 11 ára samfellt starf sem aðalþjálfari í meistaraflokki er sjálfsagt ágætt að breyta aðeins um takt, sinna annars konar verkefnum, bæta við sig þekkingu í fræðunum o.s.frv. Það er aldrei að vita nema maður taki svo að sér eitthvað annars konar hlutverk í þjálfuninni í vetur, maður losnar aldrei endanlega við þessa bakteríu sýnist mér. Að lokum vil ég þakka þeim sem öllu máli skipta, KR-ingum í stúkunni og starfsfólki félagsins, fyrir árin tvö. ÁFRAM KR! Íslenski körfuboltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Sjá meira
Körfuknattleiksdeild KR og Hrafn Kristjánsson hafa komist að samkomulagi um að slíta samningaviðræðum varðandi endurnýjun samnings Hrafns við deildina fyrir komandi keppnistímabil og mun hann því ekki sjá um þjálfun meistaraflokks karla næstu leiktíð. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem KR-ingar sendu frá sér í dag. Hrafn tók við báðum meistaraflokksliðum félagsins sumarið 2010 og náði frábærum árangri á sínu fyrsta ári hjá félaginu þegar hann vann Íslands-, Bikar- og Reykjavíkurmeistaratitil með meistaraflokki karla ásamt því að ná öðru sæti í Lengjubikarnum. Sama tímabil varð meistaraflokkur kvenna silfurlið bæði í Powerade- og Lengjubikarnum auk þess að verða Meistari Meistaranna. Tímabilið 2011-2012 sinnti Hrafn þjálfun meistaraflokks og unglingaflokks karla. Meistaraflokkur félagsins endaði í öðru sæti Iceland Express deildar og féll úr leik í undanúrslitum Íslandsmótsins og Poweradebikarsins á meðan unglingaflokkurinn tryggði sér bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn. Stjórn Körfuknattleiksdeildar þakkar Hrafni innilega vel unnin störf, óskar velfarnaðar og sér eftir kröftum hans. Ákvörðunin er tekin í sátt og mun Hrafn í kjölfarið vera í ráðgefandi hlutverki við stjórn deildarinnar. Stjórn körfuknattleiksdeildar KR mun í framhaldi hefja vinnu við ráðningu þjálfara og er áætlað að þeirri framkvæmd ljúki fyrir 1. ágúst. F.h. stjórnar Böðvar Eggert Guðjónsson Formaður KKD KR _______________________________________________ Yfirlýsing Hrafns: Að sinna stöðu aðalþjálfara meistaraflokksliðs KR er að mínu viti stærsta og mikilvægasta starf sem maður getur unnið í körfuboltanum hérlendis. Það er hlutverk sem maður tekur ekki að sér nema sjá sér fært að sinna því af þeim metnaði og einbeitingu sem það starf á skilið. Þegar ég og stjórn deildarinnar settumst aftur niður til viðræðna í byrjun júlí eftir sumarfrí var ljóst að mínar aðstæður og forsendur höfðu breyst töluvert frá því í lok síðasta tímabils. Ég er nýkominn í nýtt og áhugavert starf sem ég hef sömuleiðis metnað fyrir og þarfnast athygli minnar. Það var eðlilegt að þær breyttu forsendur spiliðu inn í þegar lagst var yfir framhaldið. Það er margt sem bærist í manni þegar ákvörðun sem þessi er tekin en efst er mér eðlilega í huga þakklæti fyrir árin tvö sem að baki eru. Palli og Böddi komu flestum á óvart, mér meötöldum, þegar þeir gáfu mér tækifærið á að ganga í þetta draumahlutverk og í KR hef ég upplifað stærstu stundirnar á þjálfaraferlinum hingað til. Erfiðast er að sleppa hendinni af drengjunum sem skipa að mínu mati skemmtilegasta og mest spennandi leikmannahóp á landinu í aðdraganda komandi tímabils. Ég mun auðvitað hafa samband við leikmenn hvern og einn persónulega en vil samt nýta tækifærið hér og þakka þeim innilega samstarfið. Ég verð stjórninni innan handar varðandi málefni meistaraflokksliðsins í framhaldinu og sé svo til hvað við tekur í vetur. Eftir 11 ára samfellt starf sem aðalþjálfari í meistaraflokki er sjálfsagt ágætt að breyta aðeins um takt, sinna annars konar verkefnum, bæta við sig þekkingu í fræðunum o.s.frv. Það er aldrei að vita nema maður taki svo að sér eitthvað annars konar hlutverk í þjálfuninni í vetur, maður losnar aldrei endanlega við þessa bakteríu sýnist mér. Að lokum vil ég þakka þeim sem öllu máli skipta, KR-ingum í stúkunni og starfsfólki félagsins, fyrir árin tvö. ÁFRAM KR!
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn