Hrafn verður ekki áfram þjálfari KR-liðsins 17. júlí 2012 14:51 Hrafn Kristjánsson. Daníel Körfuknattleiksdeild KR og Hrafn Kristjánsson hafa komist að samkomulagi um að slíta samningaviðræðum varðandi endurnýjun samnings Hrafns við deildina fyrir komandi keppnistímabil og mun hann því ekki sjá um þjálfun meistaraflokks karla næstu leiktíð. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem KR-ingar sendu frá sér í dag. Hrafn tók við báðum meistaraflokksliðum félagsins sumarið 2010 og náði frábærum árangri á sínu fyrsta ári hjá félaginu þegar hann vann Íslands-, Bikar- og Reykjavíkurmeistaratitil með meistaraflokki karla ásamt því að ná öðru sæti í Lengjubikarnum. Sama tímabil varð meistaraflokkur kvenna silfurlið bæði í Powerade- og Lengjubikarnum auk þess að verða Meistari Meistaranna. Tímabilið 2011-2012 sinnti Hrafn þjálfun meistaraflokks og unglingaflokks karla. Meistaraflokkur félagsins endaði í öðru sæti Iceland Express deildar og féll úr leik í undanúrslitum Íslandsmótsins og Poweradebikarsins á meðan unglingaflokkurinn tryggði sér bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn. Stjórn Körfuknattleiksdeildar þakkar Hrafni innilega vel unnin störf, óskar velfarnaðar og sér eftir kröftum hans. Ákvörðunin er tekin í sátt og mun Hrafn í kjölfarið vera í ráðgefandi hlutverki við stjórn deildarinnar. Stjórn körfuknattleiksdeildar KR mun í framhaldi hefja vinnu við ráðningu þjálfara og er áætlað að þeirri framkvæmd ljúki fyrir 1. ágúst. F.h. stjórnar Böðvar Eggert Guðjónsson Formaður KKD KR _______________________________________________ Yfirlýsing Hrafns: Að sinna stöðu aðalþjálfara meistaraflokksliðs KR er að mínu viti stærsta og mikilvægasta starf sem maður getur unnið í körfuboltanum hérlendis. Það er hlutverk sem maður tekur ekki að sér nema sjá sér fært að sinna því af þeim metnaði og einbeitingu sem það starf á skilið. Þegar ég og stjórn deildarinnar settumst aftur niður til viðræðna í byrjun júlí eftir sumarfrí var ljóst að mínar aðstæður og forsendur höfðu breyst töluvert frá því í lok síðasta tímabils. Ég er nýkominn í nýtt og áhugavert starf sem ég hef sömuleiðis metnað fyrir og þarfnast athygli minnar. Það var eðlilegt að þær breyttu forsendur spiliðu inn í þegar lagst var yfir framhaldið. Það er margt sem bærist í manni þegar ákvörðun sem þessi er tekin en efst er mér eðlilega í huga þakklæti fyrir árin tvö sem að baki eru. Palli og Böddi komu flestum á óvart, mér meötöldum, þegar þeir gáfu mér tækifærið á að ganga í þetta draumahlutverk og í KR hef ég upplifað stærstu stundirnar á þjálfaraferlinum hingað til. Erfiðast er að sleppa hendinni af drengjunum sem skipa að mínu mati skemmtilegasta og mest spennandi leikmannahóp á landinu í aðdraganda komandi tímabils. Ég mun auðvitað hafa samband við leikmenn hvern og einn persónulega en vil samt nýta tækifærið hér og þakka þeim innilega samstarfið. Ég verð stjórninni innan handar varðandi málefni meistaraflokksliðsins í framhaldinu og sé svo til hvað við tekur í vetur. Eftir 11 ára samfellt starf sem aðalþjálfari í meistaraflokki er sjálfsagt ágætt að breyta aðeins um takt, sinna annars konar verkefnum, bæta við sig þekkingu í fræðunum o.s.frv. Það er aldrei að vita nema maður taki svo að sér eitthvað annars konar hlutverk í þjálfuninni í vetur, maður losnar aldrei endanlega við þessa bakteríu sýnist mér. Að lokum vil ég þakka þeim sem öllu máli skipta, KR-ingum í stúkunni og starfsfólki félagsins, fyrir árin tvö. ÁFRAM KR! Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Körfuknattleiksdeild KR og Hrafn Kristjánsson hafa komist að samkomulagi um að slíta samningaviðræðum varðandi endurnýjun samnings Hrafns við deildina fyrir komandi keppnistímabil og mun hann því ekki sjá um þjálfun meistaraflokks karla næstu leiktíð. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem KR-ingar sendu frá sér í dag. Hrafn tók við báðum meistaraflokksliðum félagsins sumarið 2010 og náði frábærum árangri á sínu fyrsta ári hjá félaginu þegar hann vann Íslands-, Bikar- og Reykjavíkurmeistaratitil með meistaraflokki karla ásamt því að ná öðru sæti í Lengjubikarnum. Sama tímabil varð meistaraflokkur kvenna silfurlið bæði í Powerade- og Lengjubikarnum auk þess að verða Meistari Meistaranna. Tímabilið 2011-2012 sinnti Hrafn þjálfun meistaraflokks og unglingaflokks karla. Meistaraflokkur félagsins endaði í öðru sæti Iceland Express deildar og féll úr leik í undanúrslitum Íslandsmótsins og Poweradebikarsins á meðan unglingaflokkurinn tryggði sér bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn. Stjórn Körfuknattleiksdeildar þakkar Hrafni innilega vel unnin störf, óskar velfarnaðar og sér eftir kröftum hans. Ákvörðunin er tekin í sátt og mun Hrafn í kjölfarið vera í ráðgefandi hlutverki við stjórn deildarinnar. Stjórn körfuknattleiksdeildar KR mun í framhaldi hefja vinnu við ráðningu þjálfara og er áætlað að þeirri framkvæmd ljúki fyrir 1. ágúst. F.h. stjórnar Böðvar Eggert Guðjónsson Formaður KKD KR _______________________________________________ Yfirlýsing Hrafns: Að sinna stöðu aðalþjálfara meistaraflokksliðs KR er að mínu viti stærsta og mikilvægasta starf sem maður getur unnið í körfuboltanum hérlendis. Það er hlutverk sem maður tekur ekki að sér nema sjá sér fært að sinna því af þeim metnaði og einbeitingu sem það starf á skilið. Þegar ég og stjórn deildarinnar settumst aftur niður til viðræðna í byrjun júlí eftir sumarfrí var ljóst að mínar aðstæður og forsendur höfðu breyst töluvert frá því í lok síðasta tímabils. Ég er nýkominn í nýtt og áhugavert starf sem ég hef sömuleiðis metnað fyrir og þarfnast athygli minnar. Það var eðlilegt að þær breyttu forsendur spiliðu inn í þegar lagst var yfir framhaldið. Það er margt sem bærist í manni þegar ákvörðun sem þessi er tekin en efst er mér eðlilega í huga þakklæti fyrir árin tvö sem að baki eru. Palli og Böddi komu flestum á óvart, mér meötöldum, þegar þeir gáfu mér tækifærið á að ganga í þetta draumahlutverk og í KR hef ég upplifað stærstu stundirnar á þjálfaraferlinum hingað til. Erfiðast er að sleppa hendinni af drengjunum sem skipa að mínu mati skemmtilegasta og mest spennandi leikmannahóp á landinu í aðdraganda komandi tímabils. Ég mun auðvitað hafa samband við leikmenn hvern og einn persónulega en vil samt nýta tækifærið hér og þakka þeim innilega samstarfið. Ég verð stjórninni innan handar varðandi málefni meistaraflokksliðsins í framhaldinu og sé svo til hvað við tekur í vetur. Eftir 11 ára samfellt starf sem aðalþjálfari í meistaraflokki er sjálfsagt ágætt að breyta aðeins um takt, sinna annars konar verkefnum, bæta við sig þekkingu í fræðunum o.s.frv. Það er aldrei að vita nema maður taki svo að sér eitthvað annars konar hlutverk í þjálfuninni í vetur, maður losnar aldrei endanlega við þessa bakteríu sýnist mér. Að lokum vil ég þakka þeim sem öllu máli skipta, KR-ingum í stúkunni og starfsfólki félagsins, fyrir árin tvö. ÁFRAM KR!
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira