Danka Podovac: Erum með besta liðið í deildinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2012 09:00 Danka Podovac, serbneski miðjumaður Eyjakvenna í Pepsi-deildinni, var valin í úrvalslið fyrri hluta mótsins sem tilkynnt var í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í gær. Danka hlaut einnig verðlaun hjá Félagi áhugafólks um kvennaknattspyrnu í fyrradag þar sem hún var valin besti leikmaður júnímánaðar. „Mér líður mjög vel á öðru ári mínu í Vestmannaeyjum. Við lentum í þriðja sæti í fyrra og í ár tel ég að við getum gert töluvert betur. Við höfum betra lið og mikill styrkur í hópnum og fólkinu í kringum liðið," segir Danka sem hefur spilað hér á landi frá árinu 2006. Hún spilaði þrjú tímabil með Keflavík áður en hún gekk til liðs við Fylki þar sem hún spilaði sumarið 2009. Þór/KA naut liðsinnis hennar sumarið 2010 áður en hún færði sig til Eyja fyrir síðustu leiktíð. „Ég tel þetta vera sterkasta liðið sem ég hef spilað með á tíma mínum á Íslandi. Vera mín hjá öllum liðunum þar sem ég hef spilað hefur styrkt mig sem leikmann," segir Danka sem er margreyndur serbneskur landsliðsmaður og hefur mætt Íslandi oftar en einu sinni. „Við höfum alltaf tapað," segir Danka og hlær en landslið Serba hefur styrkst töluvert undanfarin ár. Til marks um það náði liðið jafntefli gegn Englendingum fyrir skömmu. Danka fer varlega í yfirlýsingar þótt hún sé klár á því hvaða lið í deildinni sé sterkast. „Ég tel okkur vera besta liðið í deildinni en samkeppnin er hörð á toppinum. Mótið er hins vegar aðeins hálfnað og mikilvægt að gleyma sér ekki. Við einbeitum okkur bara að næsta leik," segir Danka. Eyjakonur geta hvílt sig á morgun þegar átta liða úrslit Borgunarbikarsins fara fram. Liðið féll úr leik eftir ótrúlegan leik gegn Breiðabliki í Eyjum sem fór í vítaspyrnukeppni að loknu 4-4 jafntefli. „Tapið í Eyjum gegn Breiðabliki í bikarnum var slæmur dagur hjá okkur. Nú einbeitum við okkur að deildinni og gerum okkar besta," segir Danka. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjá meira
Danka Podovac, serbneski miðjumaður Eyjakvenna í Pepsi-deildinni, var valin í úrvalslið fyrri hluta mótsins sem tilkynnt var í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í gær. Danka hlaut einnig verðlaun hjá Félagi áhugafólks um kvennaknattspyrnu í fyrradag þar sem hún var valin besti leikmaður júnímánaðar. „Mér líður mjög vel á öðru ári mínu í Vestmannaeyjum. Við lentum í þriðja sæti í fyrra og í ár tel ég að við getum gert töluvert betur. Við höfum betra lið og mikill styrkur í hópnum og fólkinu í kringum liðið," segir Danka sem hefur spilað hér á landi frá árinu 2006. Hún spilaði þrjú tímabil með Keflavík áður en hún gekk til liðs við Fylki þar sem hún spilaði sumarið 2009. Þór/KA naut liðsinnis hennar sumarið 2010 áður en hún færði sig til Eyja fyrir síðustu leiktíð. „Ég tel þetta vera sterkasta liðið sem ég hef spilað með á tíma mínum á Íslandi. Vera mín hjá öllum liðunum þar sem ég hef spilað hefur styrkt mig sem leikmann," segir Danka sem er margreyndur serbneskur landsliðsmaður og hefur mætt Íslandi oftar en einu sinni. „Við höfum alltaf tapað," segir Danka og hlær en landslið Serba hefur styrkst töluvert undanfarin ár. Til marks um það náði liðið jafntefli gegn Englendingum fyrir skömmu. Danka fer varlega í yfirlýsingar þótt hún sé klár á því hvaða lið í deildinni sé sterkast. „Ég tel okkur vera besta liðið í deildinni en samkeppnin er hörð á toppinum. Mótið er hins vegar aðeins hálfnað og mikilvægt að gleyma sér ekki. Við einbeitum okkur bara að næsta leik," segir Danka. Eyjakonur geta hvílt sig á morgun þegar átta liða úrslit Borgunarbikarsins fara fram. Liðið féll úr leik eftir ótrúlegan leik gegn Breiðabliki í Eyjum sem fór í vítaspyrnukeppni að loknu 4-4 jafntefli. „Tapið í Eyjum gegn Breiðabliki í bikarnum var slæmur dagur hjá okkur. Nú einbeitum við okkur að deildinni og gerum okkar besta," segir Danka.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjá meira