Enski boltinn

Aquilani leikur með Liverpool í vetur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aquilani gekk í það heilaga í Róm þann 4. júlí síðastliðinn.
Aquilani gekk í það heilaga í Róm þann 4. júlí síðastliðinn. Nordicphotos/Getty
Albert Aquilani verður hjá Liverpool á komandi leiktíð. Þetta staðfesti umboðsmaður kappans, Franco Zavaglia, í samtali við Calciomercato.com í dag.

Aquilani dvaldi á láni hjá AC Milan á síðustu leiktíð en snýr nú aftur í herbúðir Liverpool sem keypti hann til liðsins frá Roma árið 2009.

Aquilani, sem er samningsbundinn Liverpool til ársins 2014, átti í erfiðleikum með að festa sig í sessi hjá félaginu á sínu fyrsta tímabili hjá liðinu. Hann var lánaður til Juventus tímabilið 2010-2011 og til Mílanóliðsins á síðustu leiktíð.

„Það er ekki mikið að segja um brottför hans frá AC Milan. Tímabilið er búið og nú heyrir það sögunni til. Alberto er kominn til Englands og er enn leikmaður Liverpool. Hann spilar með liðinu á næstu leiktíð," sagði Zavaglia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×