Leiknir vann 2-1 sigur á KA fyrir norðan í kvöld í 13. umferð 1. deildar karla og lærisveinar Willums Þórs Þórssonar komust fyrir vikið upp úr botnsæti deildarinnar og hoppuðu alla leið upp í 9. sætið.
Damir Muminovic skoraði fyrra mark Leiknis úr vítaspyrnu á 16. mínútu og Ólafur Hrannar Kristjánsson bætti við öðru marki á 49. mínútu. Gunnar Örvar Stefánsson minnkaði muninn fyrir KA átta mínútum fyrir leikslok.
KA-menn voru taplausir í júlí og áttu með sigri möguleika á því að blanda sér í toppbaráttuna en eru eftir tapið í sjötta sætinu aðeins þremur stigum á undan Leikni.
Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af vefsíðunni úrslit.net.
Leiknismenn sluppu úr botnsæti 1.deildar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn





Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn

