Helgi Valur: Skiljanlega settur á bekkinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júlí 2012 21:00 Helgi Valur í baráttu við Zlatan Ibrahimovic. Nordicphotos/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson segist ekki viss hvort hann byrji leikinn gegn FH í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar í Kaplakrika annað kvöld. Helgi Valur, sem var í byrjunarliðinu í fyrri leiknum gegn FH, var settur á bekkinn í deildarleik á sunnudaginn. „Skiljanlega fannst mér. Ég hef ekki fundið mig eftir EM-pásuna og þjálfarinn hefur rúllað miðjumönnunum. Ég var kannski fyrstur í liðið af miðjumönnunum fyrri hluta tímabils áður en ég braut einhver rifbein," segir Helgi Valur sem vonast þó til þess að spila en til að komast í liðið þurfi hann þó að bæta margt. Engin meiðsli eru þó að plaga landsliðsmanninn í augnablikinu. „Það er hausinn sem er langmikilvægastur í fótbolta. Maður pirrar sig þegar ákveðnir hlutir ganga ekki upp. Þá er maður að hugsa neikvætt en ég tek sénsinn næst þegar ég fæ hann," segir Helgi Valur. Leikmenn vildu ekki skrifa undir samninga vegna stuðningsmannaHelga Val líkar vel dvölin hjá AIK. „AIK er mjög flott félag, það stærsta í Svíþjóð. Flottur leikvangur og umgjörð. Þó svo við höfum ekki verið að brillera í ár finnst manni maður samt vera hluti af einhverju mikilvægu því félagið er það stórt. Ég væri til í að vera þarna mörg ár í viðbót," segir Helgi Valur en samningur Árbæingsins við félagið rennur út að loknu næsta tímabili. AIK hefur verið nokkuð þekkt fyrir villta stuðningsmenn sína. Helgi Valur segir hegðun þeirra fara mikið eftir gengi liðsins. „Þegar ég kom sumarið 2010 var AIK í fallbaráttu eftir að hafa orðið meistari árið áður. Þá var alls konar neikvætt í gangi. Leikmenn vildu ekki skrifa undir nýjan samning eftir að hafa lent í útistöðum við stuðningsmenn. Þeir köstuðu hvellettum og dóti inn á völlinn í leikjum," segir Helgi Valur en stuðningsmennirnir settu einnig mark sitt á síðasta tímabil. „Við misstum stig í fyrra þegar sprengju var kastað við línuvörðinn. Hann þurfti að fara á spítala og við töpuðum leiknum 3-0 eftir 20 mínútur. Þetta var í fyrra þannig að þetta gerist ennþá. Það er alltaf einhver hópur, mest táningar sem mana sig upp saman þegar illa gengur," segir Helgi Valur sem sagði síðasta tímabil, líkt og í ár, hafa verið rólegt. „Maður veit aldrei. Það eru nokkrir svona hópar sem geta lent í veseni," segir Helgi Valur. Lausir við pressu stuðningsmanna á útivelliStuðningsmenn AIK voru allt annað en sáttir við framgöngu leikmanna AIK í fyrri leiknum í Svíþjóð. Helgi Valur segir kannski ágætt að leikurinn á morgun sé á útivelli. „Um leið og við fengum á okkur mark á heimavelli var baulað á okkur og þá verða menn kannski taugaóstyrkir og finnast þeir verða að skora. Nú erum við á útivelli á móti FH og þurfum að ná upp stemmningu og vinna leikinn. Það er ekkert flóknara," segir Helgi Valur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson segist ekki viss hvort hann byrji leikinn gegn FH í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar í Kaplakrika annað kvöld. Helgi Valur, sem var í byrjunarliðinu í fyrri leiknum gegn FH, var settur á bekkinn í deildarleik á sunnudaginn. „Skiljanlega fannst mér. Ég hef ekki fundið mig eftir EM-pásuna og þjálfarinn hefur rúllað miðjumönnunum. Ég var kannski fyrstur í liðið af miðjumönnunum fyrri hluta tímabils áður en ég braut einhver rifbein," segir Helgi Valur sem vonast þó til þess að spila en til að komast í liðið þurfi hann þó að bæta margt. Engin meiðsli eru þó að plaga landsliðsmanninn í augnablikinu. „Það er hausinn sem er langmikilvægastur í fótbolta. Maður pirrar sig þegar ákveðnir hlutir ganga ekki upp. Þá er maður að hugsa neikvætt en ég tek sénsinn næst þegar ég fæ hann," segir Helgi Valur. Leikmenn vildu ekki skrifa undir samninga vegna stuðningsmannaHelga Val líkar vel dvölin hjá AIK. „AIK er mjög flott félag, það stærsta í Svíþjóð. Flottur leikvangur og umgjörð. Þó svo við höfum ekki verið að brillera í ár finnst manni maður samt vera hluti af einhverju mikilvægu því félagið er það stórt. Ég væri til í að vera þarna mörg ár í viðbót," segir Helgi Valur en samningur Árbæingsins við félagið rennur út að loknu næsta tímabili. AIK hefur verið nokkuð þekkt fyrir villta stuðningsmenn sína. Helgi Valur segir hegðun þeirra fara mikið eftir gengi liðsins. „Þegar ég kom sumarið 2010 var AIK í fallbaráttu eftir að hafa orðið meistari árið áður. Þá var alls konar neikvætt í gangi. Leikmenn vildu ekki skrifa undir nýjan samning eftir að hafa lent í útistöðum við stuðningsmenn. Þeir köstuðu hvellettum og dóti inn á völlinn í leikjum," segir Helgi Valur en stuðningsmennirnir settu einnig mark sitt á síðasta tímabil. „Við misstum stig í fyrra þegar sprengju var kastað við línuvörðinn. Hann þurfti að fara á spítala og við töpuðum leiknum 3-0 eftir 20 mínútur. Þetta var í fyrra þannig að þetta gerist ennþá. Það er alltaf einhver hópur, mest táningar sem mana sig upp saman þegar illa gengur," segir Helgi Valur sem sagði síðasta tímabil, líkt og í ár, hafa verið rólegt. „Maður veit aldrei. Það eru nokkrir svona hópar sem geta lent í veseni," segir Helgi Valur. Lausir við pressu stuðningsmanna á útivelliStuðningsmenn AIK voru allt annað en sáttir við framgöngu leikmanna AIK í fyrri leiknum í Svíþjóð. Helgi Valur segir kannski ágætt að leikurinn á morgun sé á útivelli. „Um leið og við fengum á okkur mark á heimavelli var baulað á okkur og þá verða menn kannski taugaóstyrkir og finnast þeir verða að skora. Nú erum við á útivelli á móti FH og þurfum að ná upp stemmningu og vinna leikinn. Það er ekkert flóknara," segir Helgi Valur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira