Helgi Valur: Skiljanlega settur á bekkinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júlí 2012 21:00 Helgi Valur í baráttu við Zlatan Ibrahimovic. Nordicphotos/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson segist ekki viss hvort hann byrji leikinn gegn FH í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar í Kaplakrika annað kvöld. Helgi Valur, sem var í byrjunarliðinu í fyrri leiknum gegn FH, var settur á bekkinn í deildarleik á sunnudaginn. „Skiljanlega fannst mér. Ég hef ekki fundið mig eftir EM-pásuna og þjálfarinn hefur rúllað miðjumönnunum. Ég var kannski fyrstur í liðið af miðjumönnunum fyrri hluta tímabils áður en ég braut einhver rifbein," segir Helgi Valur sem vonast þó til þess að spila en til að komast í liðið þurfi hann þó að bæta margt. Engin meiðsli eru þó að plaga landsliðsmanninn í augnablikinu. „Það er hausinn sem er langmikilvægastur í fótbolta. Maður pirrar sig þegar ákveðnir hlutir ganga ekki upp. Þá er maður að hugsa neikvætt en ég tek sénsinn næst þegar ég fæ hann," segir Helgi Valur. Leikmenn vildu ekki skrifa undir samninga vegna stuðningsmannaHelga Val líkar vel dvölin hjá AIK. „AIK er mjög flott félag, það stærsta í Svíþjóð. Flottur leikvangur og umgjörð. Þó svo við höfum ekki verið að brillera í ár finnst manni maður samt vera hluti af einhverju mikilvægu því félagið er það stórt. Ég væri til í að vera þarna mörg ár í viðbót," segir Helgi Valur en samningur Árbæingsins við félagið rennur út að loknu næsta tímabili. AIK hefur verið nokkuð þekkt fyrir villta stuðningsmenn sína. Helgi Valur segir hegðun þeirra fara mikið eftir gengi liðsins. „Þegar ég kom sumarið 2010 var AIK í fallbaráttu eftir að hafa orðið meistari árið áður. Þá var alls konar neikvætt í gangi. Leikmenn vildu ekki skrifa undir nýjan samning eftir að hafa lent í útistöðum við stuðningsmenn. Þeir köstuðu hvellettum og dóti inn á völlinn í leikjum," segir Helgi Valur en stuðningsmennirnir settu einnig mark sitt á síðasta tímabil. „Við misstum stig í fyrra þegar sprengju var kastað við línuvörðinn. Hann þurfti að fara á spítala og við töpuðum leiknum 3-0 eftir 20 mínútur. Þetta var í fyrra þannig að þetta gerist ennþá. Það er alltaf einhver hópur, mest táningar sem mana sig upp saman þegar illa gengur," segir Helgi Valur sem sagði síðasta tímabil, líkt og í ár, hafa verið rólegt. „Maður veit aldrei. Það eru nokkrir svona hópar sem geta lent í veseni," segir Helgi Valur. Lausir við pressu stuðningsmanna á útivelliStuðningsmenn AIK voru allt annað en sáttir við framgöngu leikmanna AIK í fyrri leiknum í Svíþjóð. Helgi Valur segir kannski ágætt að leikurinn á morgun sé á útivelli. „Um leið og við fengum á okkur mark á heimavelli var baulað á okkur og þá verða menn kannski taugaóstyrkir og finnast þeir verða að skora. Nú erum við á útivelli á móti FH og þurfum að ná upp stemmningu og vinna leikinn. Það er ekkert flóknara," segir Helgi Valur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson segist ekki viss hvort hann byrji leikinn gegn FH í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar í Kaplakrika annað kvöld. Helgi Valur, sem var í byrjunarliðinu í fyrri leiknum gegn FH, var settur á bekkinn í deildarleik á sunnudaginn. „Skiljanlega fannst mér. Ég hef ekki fundið mig eftir EM-pásuna og þjálfarinn hefur rúllað miðjumönnunum. Ég var kannski fyrstur í liðið af miðjumönnunum fyrri hluta tímabils áður en ég braut einhver rifbein," segir Helgi Valur sem vonast þó til þess að spila en til að komast í liðið þurfi hann þó að bæta margt. Engin meiðsli eru þó að plaga landsliðsmanninn í augnablikinu. „Það er hausinn sem er langmikilvægastur í fótbolta. Maður pirrar sig þegar ákveðnir hlutir ganga ekki upp. Þá er maður að hugsa neikvætt en ég tek sénsinn næst þegar ég fæ hann," segir Helgi Valur. Leikmenn vildu ekki skrifa undir samninga vegna stuðningsmannaHelga Val líkar vel dvölin hjá AIK. „AIK er mjög flott félag, það stærsta í Svíþjóð. Flottur leikvangur og umgjörð. Þó svo við höfum ekki verið að brillera í ár finnst manni maður samt vera hluti af einhverju mikilvægu því félagið er það stórt. Ég væri til í að vera þarna mörg ár í viðbót," segir Helgi Valur en samningur Árbæingsins við félagið rennur út að loknu næsta tímabili. AIK hefur verið nokkuð þekkt fyrir villta stuðningsmenn sína. Helgi Valur segir hegðun þeirra fara mikið eftir gengi liðsins. „Þegar ég kom sumarið 2010 var AIK í fallbaráttu eftir að hafa orðið meistari árið áður. Þá var alls konar neikvætt í gangi. Leikmenn vildu ekki skrifa undir nýjan samning eftir að hafa lent í útistöðum við stuðningsmenn. Þeir köstuðu hvellettum og dóti inn á völlinn í leikjum," segir Helgi Valur en stuðningsmennirnir settu einnig mark sitt á síðasta tímabil. „Við misstum stig í fyrra þegar sprengju var kastað við línuvörðinn. Hann þurfti að fara á spítala og við töpuðum leiknum 3-0 eftir 20 mínútur. Þetta var í fyrra þannig að þetta gerist ennþá. Það er alltaf einhver hópur, mest táningar sem mana sig upp saman þegar illa gengur," segir Helgi Valur sem sagði síðasta tímabil, líkt og í ár, hafa verið rólegt. „Maður veit aldrei. Það eru nokkrir svona hópar sem geta lent í veseni," segir Helgi Valur. Lausir við pressu stuðningsmanna á útivelliStuðningsmenn AIK voru allt annað en sáttir við framgöngu leikmanna AIK í fyrri leiknum í Svíþjóð. Helgi Valur segir kannski ágætt að leikurinn á morgun sé á útivelli. „Um leið og við fengum á okkur mark á heimavelli var baulað á okkur og þá verða menn kannski taugaóstyrkir og finnast þeir verða að skora. Nú erum við á útivelli á móti FH og þurfum að ná upp stemmningu og vinna leikinn. Það er ekkert flóknara," segir Helgi Valur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira