Haukar verða með í EHF-keppni karla í handbolta og í dag kom í ljós að liðið mætir HC Mojkovac frá Svartfjallalandi í fyrstu umferð keppninnar. Takist Haukum að slá út Svartfellingana þá bíður liðsins leikir á móti Zaporoshye frá Úkraníu í annari umferð.
Á heimasíðu Hauka kemur fram að lítið sé vitað um styrkleika Svartfellinganna en forráðamenn liðsins telja þó líklegt að Haukar eigi ágætis möguleika í viðureigninni.
Fyrri leikurinn gegn HC Mojkovac fer fram á heimavelli dagana 8.-9. sept en sá seinni viku síðar úti í Svartfjallalandi nánar tiltekið 15. - 16. september.
Haukar til Svartfjallalands - ferð til Úkraínu í boði
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn







Segist viss um að Isak fari ekki fet
Fótbolti
