Kynjaleiðrétting var nauðsyn en ekki val hjá Hrafnhildi Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. júlí 2012 14:26 „Kynleiðrétting er ekki val, hún er nauðsyn," segir Hrafnhildur sem eftir 26 ára þögn tilkynnti fjölskyldu sinni og vinum að hún væri ekki strákur - heldur stelpa. Hún hafði þá lengi reynt að bæla niður tilfinningar sínar og lifa sem strákurinn Halldór Hrafn. Í heimildarmyndinni ,,Hrafnhildur" er fylgst með kynleiðréttingarferli Hrafnhildar. Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís þriðjudaginn 7.ágúst og er liður í dagskrá „Hinsegin Daga". Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, sjónvarpskona sem hefur haft veg og vanda að gerð myndarinnar, er spennt fyrir því að upplifa frumsýninguna. „Þetta er búið að vera svo langur tími. Við byrjuðum að undirbúa hana fyrir fimm árum og byrjuðum svo í upptökum fyrir fjórum árum. Þannig að þetta er búið að hvíla á herðum manns í svolítið langan tíma," segir Ragnhildur Steinunn. Það verði því rosalega gaman að sjá árangurinn. „Ég er búin að læra rosalega mikið. Þrátt fyrir að vera búin að vinna í sjónvarpi í fjölmörg ár, þá er þetta örugglega eitt það lærdómsríkasta," segir Ragnhildur Steinunn. „Það helsta sem ég hef lært er það að búa til heimildarmynd er tómt vesen. Það er bara þannig," bætir hún við og hlær. Ragnhildur Steinunn segir vel við hæfi að sýna myndina núna. „Það er núna mánuður frá því að transfólk fékk réttindi sín staðfest," segir hún og vísar þar í þingmál sem Alþingi samþykkti rétt fyrir sumarhlé. Hún bendir á að transfólk hafi að undanförnu háð mikla baráttu sem samkynhneigðir hafi þegar lagt að baki. „Og það er svolítið gaman að ég held að transfólk verði meira áberandi núna á Hinsegin dögum," segir Ragnhildur Steinunn og bendir á að myndin verður sýnd í tengslum við Hinsegin daga. Transfólk sé að verða aðeins meira áberandi. „Og þá vonandi hjálpar það fólki að skilja stöðu þeirra aðeins betur," segir Ragnhildur Steinunn. Smelltu annað hvort hér eða á hnappinn „Horfa á myndskeið með frétt" til að sjá stiklu úr myndinni. Hinsegin Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Kynleiðrétting er ekki val, hún er nauðsyn," segir Hrafnhildur sem eftir 26 ára þögn tilkynnti fjölskyldu sinni og vinum að hún væri ekki strákur - heldur stelpa. Hún hafði þá lengi reynt að bæla niður tilfinningar sínar og lifa sem strákurinn Halldór Hrafn. Í heimildarmyndinni ,,Hrafnhildur" er fylgst með kynleiðréttingarferli Hrafnhildar. Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís þriðjudaginn 7.ágúst og er liður í dagskrá „Hinsegin Daga". Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, sjónvarpskona sem hefur haft veg og vanda að gerð myndarinnar, er spennt fyrir því að upplifa frumsýninguna. „Þetta er búið að vera svo langur tími. Við byrjuðum að undirbúa hana fyrir fimm árum og byrjuðum svo í upptökum fyrir fjórum árum. Þannig að þetta er búið að hvíla á herðum manns í svolítið langan tíma," segir Ragnhildur Steinunn. Það verði því rosalega gaman að sjá árangurinn. „Ég er búin að læra rosalega mikið. Þrátt fyrir að vera búin að vinna í sjónvarpi í fjölmörg ár, þá er þetta örugglega eitt það lærdómsríkasta," segir Ragnhildur Steinunn. „Það helsta sem ég hef lært er það að búa til heimildarmynd er tómt vesen. Það er bara þannig," bætir hún við og hlær. Ragnhildur Steinunn segir vel við hæfi að sýna myndina núna. „Það er núna mánuður frá því að transfólk fékk réttindi sín staðfest," segir hún og vísar þar í þingmál sem Alþingi samþykkti rétt fyrir sumarhlé. Hún bendir á að transfólk hafi að undanförnu háð mikla baráttu sem samkynhneigðir hafi þegar lagt að baki. „Og það er svolítið gaman að ég held að transfólk verði meira áberandi núna á Hinsegin dögum," segir Ragnhildur Steinunn og bendir á að myndin verður sýnd í tengslum við Hinsegin daga. Transfólk sé að verða aðeins meira áberandi. „Og þá vonandi hjálpar það fólki að skilja stöðu þeirra aðeins betur," segir Ragnhildur Steinunn. Smelltu annað hvort hér eða á hnappinn „Horfa á myndskeið með frétt" til að sjá stiklu úr myndinni.
Hinsegin Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent