Ye bætti öðrum gullverðlaunum í safnið | Neitar ásökunum um lyfjanotkun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. júlí 2012 23:30 Ye fagnar öðrum gullverðlaunum sínum í dag. Nordicphotos/Getty Hin sextán ára kínverska Ye Shiwen kom fyrst í mark í 200 metra fjórsundi í dag á Ólympíuleikunum í London. Mikið hefur verið rætt um frammistöðu hinnar kínversku Ye í 400 metra fjórsundinu á laugardag. Þar vann hún ótrúlegan sigur auk þess að setja heimsmet. Frammistaða Ye varð til þess að bandaríski sundþjálfarinn John Leonard gerði allt nema segja það berum orðum að Ye hefði notað ólögleg lyf. Yu stóðst lyfjapróf sem allir verðlaunahafar á Ólympíuleikum þurfa að gangast undir og því margir reiðir út í ummæli Leonard, ekki síst Kínverjar. Ye neitaði í viðtali við Reuters að hafa nokkurn tímann notast við ólögleg lyf. „Mér finnst þetta örlítið ósanngjarnt gagnvart mér en það hafði ekki áhrif á mig," sagði Ye um aðdraganda úrslitasundsins í dag en mikið hefur verið ritað og rætt um ótrúlega framgöngu hennar á leikunum. Hún synti seinni 50 metra skriðsundskaflans í fjórsundinu á laugardag hraðar en Ryan Lochte sem sigraði í karlaflokki. Því skal þó haldið til haga að heildartími Lochte var um 23 sekúndum betri. Aftur var það í skriðsundinu sem Ye setti í fluggírinn. Hún var í þriðja sæti í síðasta snúningnum en kom í mark hálfri sekúndu á undan hinni áströlsku Aliciu Coutts. „Ég vil þakka liðsfélögum mínum, þjálfurum og foreldrum sem veita mér styrk. Þannig hafa utanaðkomandi læti ekki áhrif á mig," sagði Ye. Sund Tengdar fréttir Leonard setur stórt spurningamerki við heimsmet Ye Shiwen John Leonard, framkvæmdastjóri Samtaka sundþjálfara í heiminum (World Swimming Coaches Assocation), segir frammistöðu hinnar 16 ára Ye Shiwen í 400 metra fjórsundi ótrúverðuga. 30. júlí 2012 16:03 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Hin sextán ára kínverska Ye Shiwen kom fyrst í mark í 200 metra fjórsundi í dag á Ólympíuleikunum í London. Mikið hefur verið rætt um frammistöðu hinnar kínversku Ye í 400 metra fjórsundinu á laugardag. Þar vann hún ótrúlegan sigur auk þess að setja heimsmet. Frammistaða Ye varð til þess að bandaríski sundþjálfarinn John Leonard gerði allt nema segja það berum orðum að Ye hefði notað ólögleg lyf. Yu stóðst lyfjapróf sem allir verðlaunahafar á Ólympíuleikum þurfa að gangast undir og því margir reiðir út í ummæli Leonard, ekki síst Kínverjar. Ye neitaði í viðtali við Reuters að hafa nokkurn tímann notast við ólögleg lyf. „Mér finnst þetta örlítið ósanngjarnt gagnvart mér en það hafði ekki áhrif á mig," sagði Ye um aðdraganda úrslitasundsins í dag en mikið hefur verið ritað og rætt um ótrúlega framgöngu hennar á leikunum. Hún synti seinni 50 metra skriðsundskaflans í fjórsundinu á laugardag hraðar en Ryan Lochte sem sigraði í karlaflokki. Því skal þó haldið til haga að heildartími Lochte var um 23 sekúndum betri. Aftur var það í skriðsundinu sem Ye setti í fluggírinn. Hún var í þriðja sæti í síðasta snúningnum en kom í mark hálfri sekúndu á undan hinni áströlsku Aliciu Coutts. „Ég vil þakka liðsfélögum mínum, þjálfurum og foreldrum sem veita mér styrk. Þannig hafa utanaðkomandi læti ekki áhrif á mig," sagði Ye.
Sund Tengdar fréttir Leonard setur stórt spurningamerki við heimsmet Ye Shiwen John Leonard, framkvæmdastjóri Samtaka sundþjálfara í heiminum (World Swimming Coaches Assocation), segir frammistöðu hinnar 16 ára Ye Shiwen í 400 metra fjórsundi ótrúverðuga. 30. júlí 2012 16:03 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Leonard setur stórt spurningamerki við heimsmet Ye Shiwen John Leonard, framkvæmdastjóri Samtaka sundþjálfara í heiminum (World Swimming Coaches Assocation), segir frammistöðu hinnar 16 ára Ye Shiwen í 400 metra fjórsundi ótrúverðuga. 30. júlí 2012 16:03