Phelps sá sigursælasti allra tíma á Ólympíuleikum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. júlí 2012 19:35 Nordicphotos/Getty Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps nældi í sín 19 verðlaun á Ólympíuleikum þegar hann og boðsundsveit Bandaríkjanna kom fyrst í mark í 4x200 metra skriðsundi karla. Fyrr í dag hlaut Phelps silfurverðlaun í 200 metra flugsundi. Phelps hefur unnið alls 15 gullverðlaun, tvö silfurverðlaun og tvö bronsverðlaun á þeim þremur Ólympíuleikum sem hann hefur tekið þátt. Hann bætir met sovésku fimleikakonunnar Larisu Latyninu sem vann átján verðlaun samanlagt á leikunum í Melbourne (1956), Róm (1960) og Tókíó (1964). Hin 77 ára Latynina, sem vann alls níu gullverðlaun, var í áhorfendastúkunni og fylgdist með Phelps í dag. Fyrir leikana sagðist hún í samtali við Reuters að hún væri pottþétt á því að Phelps myndi bæta met sitt. Sú er orðin raunin. Fyrr í dag var Phelps fingurbroddi frá því að verða fyrsti sundkarlmaðurinn til þess að vinna sömu greinina þrjá leika í röð í 200 metra flugsundinu. Phelps hafði forystu þegar aðeins nokkrir metrar lifðu af sundinu. Hann virtist hins vegar örmagnast í lokin og missti Suður-Afríkumanninn Chad Le Clos fram úr sér í blálokin. Silfurverðlaunin voru hans önnur á leikunum en hann hafnaði einnig í öðru sæti í 4x100 metra skriðsundi. Phelps hætti sundiðkun að loknum Ólympíuleikunum í Peking fyrir fjórum árum þar sem hann vann til átta gullverðlauna sem er einstakt afrek. Eftir gott hlé hóf Phelps æfingar að nýju og hefur nú bætt enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn. Sund Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps nældi í sín 19 verðlaun á Ólympíuleikum þegar hann og boðsundsveit Bandaríkjanna kom fyrst í mark í 4x200 metra skriðsundi karla. Fyrr í dag hlaut Phelps silfurverðlaun í 200 metra flugsundi. Phelps hefur unnið alls 15 gullverðlaun, tvö silfurverðlaun og tvö bronsverðlaun á þeim þremur Ólympíuleikum sem hann hefur tekið þátt. Hann bætir met sovésku fimleikakonunnar Larisu Latyninu sem vann átján verðlaun samanlagt á leikunum í Melbourne (1956), Róm (1960) og Tókíó (1964). Hin 77 ára Latynina, sem vann alls níu gullverðlaun, var í áhorfendastúkunni og fylgdist með Phelps í dag. Fyrir leikana sagðist hún í samtali við Reuters að hún væri pottþétt á því að Phelps myndi bæta met sitt. Sú er orðin raunin. Fyrr í dag var Phelps fingurbroddi frá því að verða fyrsti sundkarlmaðurinn til þess að vinna sömu greinina þrjá leika í röð í 200 metra flugsundinu. Phelps hafði forystu þegar aðeins nokkrir metrar lifðu af sundinu. Hann virtist hins vegar örmagnast í lokin og missti Suður-Afríkumanninn Chad Le Clos fram úr sér í blálokin. Silfurverðlaunin voru hans önnur á leikunum en hann hafnaði einnig í öðru sæti í 4x100 metra skriðsundi. Phelps hætti sundiðkun að loknum Ólympíuleikunum í Peking fyrir fjórum árum þar sem hann vann til átta gullverðlauna sem er einstakt afrek. Eftir gott hlé hóf Phelps æfingar að nýju og hefur nú bætt enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn.
Sund Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira