Freyr leikjahæstur hjá FH-sló met Harðar í gær Hjörtur Hjartarson skrifar 9. ágúst 2012 14:09 Freyr Bjarnason er leikjahæstur FH-inga frá upphafi með 175 leiki Mynd/Stefán Freyr Bjarnason varð í gærkvöld leikjahæsti leikmaður FH í efstu deild frá upphafi. Freyr lék sinn 175. leik fyrir FH í úrvalsdeildinni í gærkvöld þegar liðið burstaði Selfoss, 5-2. Metið átti markaskorarinn, Hörður Magnússon en hann lék á sínum tíma 174 leiki fyrir FH í efstu deild. Freyr gekk í raðir FH fyrir 12 árum þegar liðið lék í næstefstu deild. Síðan þá hefur Freyr og FH unnið samtals 18 titla, ef allt er talið, þar af Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum. Freyr gat ekki í sínum villtustu draumum séð fyrir slíka sigurgöngu. "Nei, ég gat ekki ímyndað mér það. Þetta er búið að vera draumi líkast þessi tími minn hjá FH og ég er bara gríðarlega ánægður að hafa náð öllum þessum leikjum og sigrum með félaginu", sagði Freyr. Freyr er uppalinn Skagamaður en fékk hinsvegar fá tækifæri með félaginu eftir að í meistaraflokk var komið. Hann ákvað því að söðla um þegar hann var 23 ára og ganga í raðir FH. "Logi Ólafs tók við FH fyrir tímabilið 2000 og vildi fá til félagsins. Hann sannfærði mig um að ég fengi að spila og það var það sem ég þurfti á að halda og ég tók bara slaginn." Margir Skagamenn hafa horft hýru auga til Freys undanfarin ár og átt þá ósk heitasta að hann snéri aftur á heimaslóðir. Sjálfur segist hann aldrei hafa leitt hugann að því að leika í gulu treyjunni á ný. "Ef ég á að segja alveg eins og er þá hef ég bara haft það svo gott hjá FH að ég hef ekki haft neinn áhuga að fara frá liðinu. Mér hefur alltaf liðið mjög vel í Hafnarfirðinum og Kaplakrikanum. Það er langt síðan ég tók stefnuna á að enda ferilinn hjá FH og þannig verður það." Freyr er 35 ára og því farið að styttast í annan endann á ferlinum. Hann vonast þó til að eiga einhver tímabil inni. "Það er mjög erfitt að hætta hjá FH á meðan liðið er að berjast um alla titla á hverju sumri. En maður verður að hlusta á skrokkinn í þessu sambandi líka. Ég tek stöðuna í haust og met í kjölfarið hvert framhaldið verður", sagði Freyr Bjarnason. Engin hætta er á að Freyr slái markamet Harðar Magnússonar hjá FH enda ekki skorað nema átta mörk fyrir félagið á sínum ferli. Svo gæti þó farið að að Hörður þurfi engu að síður að sjá á eftir metinu í sumarþ. Hörður kom boltanum 84 sinnum í net andstæðinganna fyrir FH en Atli Viðar Björnsson er skammt undan með 77 mörk. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Freyr Bjarnason varð í gærkvöld leikjahæsti leikmaður FH í efstu deild frá upphafi. Freyr lék sinn 175. leik fyrir FH í úrvalsdeildinni í gærkvöld þegar liðið burstaði Selfoss, 5-2. Metið átti markaskorarinn, Hörður Magnússon en hann lék á sínum tíma 174 leiki fyrir FH í efstu deild. Freyr gekk í raðir FH fyrir 12 árum þegar liðið lék í næstefstu deild. Síðan þá hefur Freyr og FH unnið samtals 18 titla, ef allt er talið, þar af Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum. Freyr gat ekki í sínum villtustu draumum séð fyrir slíka sigurgöngu. "Nei, ég gat ekki ímyndað mér það. Þetta er búið að vera draumi líkast þessi tími minn hjá FH og ég er bara gríðarlega ánægður að hafa náð öllum þessum leikjum og sigrum með félaginu", sagði Freyr. Freyr er uppalinn Skagamaður en fékk hinsvegar fá tækifæri með félaginu eftir að í meistaraflokk var komið. Hann ákvað því að söðla um þegar hann var 23 ára og ganga í raðir FH. "Logi Ólafs tók við FH fyrir tímabilið 2000 og vildi fá til félagsins. Hann sannfærði mig um að ég fengi að spila og það var það sem ég þurfti á að halda og ég tók bara slaginn." Margir Skagamenn hafa horft hýru auga til Freys undanfarin ár og átt þá ósk heitasta að hann snéri aftur á heimaslóðir. Sjálfur segist hann aldrei hafa leitt hugann að því að leika í gulu treyjunni á ný. "Ef ég á að segja alveg eins og er þá hef ég bara haft það svo gott hjá FH að ég hef ekki haft neinn áhuga að fara frá liðinu. Mér hefur alltaf liðið mjög vel í Hafnarfirðinum og Kaplakrikanum. Það er langt síðan ég tók stefnuna á að enda ferilinn hjá FH og þannig verður það." Freyr er 35 ára og því farið að styttast í annan endann á ferlinum. Hann vonast þó til að eiga einhver tímabil inni. "Það er mjög erfitt að hætta hjá FH á meðan liðið er að berjast um alla titla á hverju sumri. En maður verður að hlusta á skrokkinn í þessu sambandi líka. Ég tek stöðuna í haust og met í kjölfarið hvert framhaldið verður", sagði Freyr Bjarnason. Engin hætta er á að Freyr slái markamet Harðar Magnússonar hjá FH enda ekki skorað nema átta mörk fyrir félagið á sínum ferli. Svo gæti þó farið að að Hörður þurfi engu að síður að sjá á eftir metinu í sumarþ. Hörður kom boltanum 84 sinnum í net andstæðinganna fyrir FH en Atli Viðar Björnsson er skammt undan með 77 mörk.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira