Chukwudi Chijindu skoraði sigurmark Þórs gegn Hetti þremur mínútum fyrir leikslok í frestuðum leik í 1. deild karla í kvöld.
Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Jóhann Helgi Hannesson gestunum yfir á 62. mínútu. Högni Helgason jafnaði fyrir heimamenn úr vítaspyrnu á 80. mínútu áður en Chijindu skoraði sigurmarkið.
Þórsarar eru í 3. sæti deildarinnar með 23 stig. Fjölnir hefur 25 stig í öðru sæti en Þórsarar eiga leik til góða á Fjölnismenn.
Höttur er í botnsæti deildarinnar með tólf stig en pakkinn á botni deildarinnar er afar þéttur.
