Systurnar Serena og Venus Williams frá Bandaríkjunum tryggðu sér í dag gullverðlaun í tvíliðaleik kvenna í tenniskeppni Ólympíuleikanna. Bandaríkin gátu einnig fagnað gullverðlaunum í tvíliðaleik karla í gær þegar Bob og Mike Bryan fögnuðu sigri.
Williams systur höfðu betur gegn Andreu Hlavackovu og Lucie Hradecku frá Tékklandi í tveimur settum 6-4 og 6-4.
Tékkarnir stóðu vel í Williams-systrum sem unnu gullverðlaun á leikunum í Sydney 2000 og í Peking 2008. Leikgleði Tékkanna vakti einnig mikla athygli sem brostu út að eyrum þegar tilefni gafst til og unnu þannig áhorfendur á sitt band.
Bryan bræðurnir 34 ára höfðu betur gegn Frökkunum Michael Llodra og Jo-Wilfried Tsonga í tveimur settum 6-4 og 7-6.
Bræðurnir hafa verið afar sigursælir í tvíliðakeppni undanfarin áratug en aldrei áður unnið til gullverðlauna.
Williams systur og Bryan bræður lönduðu gullinu
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september
Enski boltinn


Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri
Íslenski boltinn

Ekkert mark í grannaslagnum
Enski boltinn


