Sport

15 ára með yfirburði í 800 metra skriðsundi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ledecky fagnar sigrinum í kvöld.
Ledecky fagnar sigrinum í kvöld. Nordicphotos/Getty
Hin 15 ára Katie Ledecky frá Bandaríkjunum kom langfyrst í mark  800 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í kvöld.

Ledecky kom í mark á tímanum 8:14.63 mínútum og var rúmum fjórum sekúndum á undan Mireia Belmonte Garcia á Spáni sem varð önnur.

Ledecky hefur bætt sig í greininni um 20 sekúndur á innan við ári. Ótrúlegar framfarir hjá sundkonunni ungu.

Breska sundkonan Rebecca Adlington varð þriðja og tókst ekki að verja gullverðlaun sín frá því í Peking fyrir fjórum árum.

Frakkinn Florent Manaudou kom mjög á óvart með sigri í 50 metra skriðsundi karla.

Manaudou kom í mark á 21.34 sekúndum en annar varð Bandaríkjamaðurinn Cullen Jones.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×