Íslendingaliðið Malmö vann í kvöld útisigur, 1-2, á Guðbjörgu Gunnarsdóttur og stöllum hennar í Djurgarden.
Ramona Bachmann og Elin Rubensson skoruðu mörk Malmö en Mia Jalkerud klóraði í bakkann fyrir Djurgarden undir lokin.
Þóra B. Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir voru báðar í byrjunarliði Malmö og léku allan leikinn.
Malmö komst með sigrinum á topp sænsku úrvalsdeildarinnar en Djurgarden er í neðsta sæti.
Malmö á toppinn

Mest lesið


„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn


Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn





