KSÍ hefur tilkynnt byrjunarlið íslenska landsliðsins fyrir vináttulandsleikinn á móti Færeyjum á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og er síðasti undirbúningsleikur Íslands fyrir undankeppni HM 2014.
Eiður Smári Guðjohnsen og Grétar Rafn Steinsson byrja báðir á bekknum í kvöld en þeir voru teknir inn í hópinn í síðustu viku þrátt fyrir að vera báðir án félags.
Á fótbolti.net má finna aðrar upplýsingar um gang mála í leiknum í kvöld en vefsíðan birti íslenska byrjunarliðið langt á undan KSÍ.
Þar segir að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson muni aðeins leika fyrri hálfleikinn þar sem lið hans, Cardiff, á leik á föstudag. Eggert Gunnþór Jónsson mun þá samkvæmt heimildum fótbolta.net taka stöðu Eggerts í seinni hálfleiknum og Gylfi Þór Sigurðsson tekur þá líklega við fyrirliðabandinu.
Byrjunarlið Íslands á móti Færeyjum:
Markvörður
Gunnleifur Gunnleifsson
Varnarmenn:
Birkir Már Sævarsson
Ragnar Sigurðsson
Kári Árnason
Bjarni Ólafur Eiríksson
Miðjumenn:
Rúrik Gíslason
Aron Einar Gunnarsson (fyrirliði)
Gylfi Þór Sigurðsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Sóknarmenn:
Birkir Bjarnason
Kolbeinn Sigþórsson
Byrjunarlið Íslands á móti Færeyjum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn



Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn



Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

„Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“
Íslenski boltinn