Davíð Þór Viðarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Vejle Boldklub Kolding í dönsku b-deildinni í knattspyrnu. Þetta kemur fram á heimasíðu danska félagsins.
Davíð Þór bar fyrirliðabandið í síðasta leik sínum með Öster er liðið tapaði 3-1 í toppslag gegn Brommapojkana í b-deild sænsku knattspyrnunnar. Davíð Þór hefur leikið með sænska liðinu undanfarin tvö og hálft ár en færir sig nú um set til Danmerkur.
„Hann er miðjumaður með góða sendingagetu og fínan vinstri fót," er haft eftir íþróttastjóra danska félagsins sem segir Davíð Þór hörkuduglegan leikmann með leiðtogahæfileika.
Vejle Boldklub Kolding hefur unnið einn leik og gert þrjú jafntefli í fyrstu fjóru umferðum dönsku b-deildarinnar.
Davíð Þór semur til tveggja ára við Vejle Boldklub Kolding
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti



Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn


