Norska lögreglan gagnrýnd fyrir viðbrögð við fjöldamorðunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. ágúst 2012 10:43 Aðstandendur þeirra sem létust komu saman 22. júlí síðastliðinn í Útey til að minnast atburðanna. mynd/ afp. Norska lögreglan er harðlega gagnrýnd í svokallaðri 22. júlí skýrslu, sem fjallar um viðbrögð við fjöldamorðunum í Osló og Útey í fyrra. Þá varð Anders Behring Breivik 77 manns að bana. Skýrslunni var lekið í fjölmiðla og birtu þeir helstu atriði hennar í morgun. Það voru norsk stjórnvöld sem fóru fram á það í fyrra að skýrslan yrði unnin en með henni á að kryfja til mergjar hvernig norsk yfirvöld tóku á málinu. Samkvæmt fréttastofu NTB er lögreglan gagnrýnd harðlega fyrir sinn hlut. Meðal annars er gagnrýnt að lögreglan hafi ekki gripið til nauðsynlegra ráðstafana til þess að stöðva umferð í Osló eftir að sprengingin varð í stjórnarráðshverfinu í Osló. Auk þess segir að tilkynning sem lögreglunni barst um mann, sem mögulega væri á flótta frá Osló, hafi verið allt of lengi í fjarskiptamiðstöð lögreglunnar. Fjarskiptamiðstöðin hafi auk þess verið illa mönnuð af fólki sem ekki var þjálfað til að taka ákvarðanir. Einnig er gagnrýnt að fyrstu lögreglumennirnir sem fóru í Útey hafi ekki farið þangað samstundis. Miklar vangaveltur voru um það, þangað til skýrslan var birt í fjölmiðlum, hvort gagnrýni sem í henni fælist yrði tekið alvarlega eða hvort skýrslunni yrði stungið undir stól. Nú þykir víst að ekki sé hægt að hunsa skilaboðin í henni. Skýrslan verður afhent stjórnvöldum á mánudag og verður blaðamannafundur haldinn eftir það. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Norska lögreglan er harðlega gagnrýnd í svokallaðri 22. júlí skýrslu, sem fjallar um viðbrögð við fjöldamorðunum í Osló og Útey í fyrra. Þá varð Anders Behring Breivik 77 manns að bana. Skýrslunni var lekið í fjölmiðla og birtu þeir helstu atriði hennar í morgun. Það voru norsk stjórnvöld sem fóru fram á það í fyrra að skýrslan yrði unnin en með henni á að kryfja til mergjar hvernig norsk yfirvöld tóku á málinu. Samkvæmt fréttastofu NTB er lögreglan gagnrýnd harðlega fyrir sinn hlut. Meðal annars er gagnrýnt að lögreglan hafi ekki gripið til nauðsynlegra ráðstafana til þess að stöðva umferð í Osló eftir að sprengingin varð í stjórnarráðshverfinu í Osló. Auk þess segir að tilkynning sem lögreglunni barst um mann, sem mögulega væri á flótta frá Osló, hafi verið allt of lengi í fjarskiptamiðstöð lögreglunnar. Fjarskiptamiðstöðin hafi auk þess verið illa mönnuð af fólki sem ekki var þjálfað til að taka ákvarðanir. Einnig er gagnrýnt að fyrstu lögreglumennirnir sem fóru í Útey hafi ekki farið þangað samstundis. Miklar vangaveltur voru um það, þangað til skýrslan var birt í fjölmiðlum, hvort gagnrýni sem í henni fælist yrði tekið alvarlega eða hvort skýrslunni yrði stungið undir stól. Nú þykir víst að ekki sé hægt að hunsa skilaboðin í henni. Skýrslan verður afhent stjórnvöldum á mánudag og verður blaðamannafundur haldinn eftir það.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira