Raikkönen efaðist aldrei um burði Lotus Birgir Þór Harðarson skrifar 28. ágúst 2012 17:45 Kimi hefur staðið sig mjög vel í Lotus-bílnum í ár. nordicphotos/afp Kimi Raikkönen, ökumaður Lotus-liðsins í Formúlu 1, segist aldrei hafa haft áhyggjur af því að liðið gæti ekki bætt árangur sinn í ár frá því í fyrra. Árið 2011 var slæmt ár fyrir Lotus. Liðið endaði í fimmta sæti langt á eftir Mercedes. Í ár hefur Lotus betri spil á hendi þegar tímabilið er hálfnað. Lotus er í þriðja sæti á eftir Ferrari og Red Bull. Þeir eru einnig á undan McLaren og Mercedes í stigakeppni bílasmiða. Raikkönen er talinn mjög sigurstranglegur í aðdraganda belgíska kappakstursins um helgina. Í undanförnum mótum hefur Kimi verið gríðarlega sterkur og sótt á. Hann er einnig viss um að Lotus geti skákað keppnautum sínum hjá McLaren og Mercedes þrátt fyrir að þau hafi mun meiri fjárráð en Lotus. "Ég var í nokkur ár hjá toppliðum og ég hef upplifað mjög erfið ár. Erfiðu árunum hafa hins vegar alltaf fylgt betri ár," segir Raikkönen við Autosport. Raikkönen hefur þrisvar sigrað í Belgíu. Fyrsti sigur hans var fyrir McLaren árið 2005. Svo vann hann tvisvar fyrir Ferrari á brautinni víðfrægu, árið 2007 og 2009. Sigurinn árið 2009 er í raun hans síðasti sigur í Formúlu 1. Talið er að Raikkönen muni skrifa undir nýjan samning við Lotus í lok ársins. Hann hefur verið tengdur við mörg stórlið eftir að hafa ekið vel í sumar. Ferrari er eitt þeirra. Formúla Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Kimi Raikkönen, ökumaður Lotus-liðsins í Formúlu 1, segist aldrei hafa haft áhyggjur af því að liðið gæti ekki bætt árangur sinn í ár frá því í fyrra. Árið 2011 var slæmt ár fyrir Lotus. Liðið endaði í fimmta sæti langt á eftir Mercedes. Í ár hefur Lotus betri spil á hendi þegar tímabilið er hálfnað. Lotus er í þriðja sæti á eftir Ferrari og Red Bull. Þeir eru einnig á undan McLaren og Mercedes í stigakeppni bílasmiða. Raikkönen er talinn mjög sigurstranglegur í aðdraganda belgíska kappakstursins um helgina. Í undanförnum mótum hefur Kimi verið gríðarlega sterkur og sótt á. Hann er einnig viss um að Lotus geti skákað keppnautum sínum hjá McLaren og Mercedes þrátt fyrir að þau hafi mun meiri fjárráð en Lotus. "Ég var í nokkur ár hjá toppliðum og ég hef upplifað mjög erfið ár. Erfiðu árunum hafa hins vegar alltaf fylgt betri ár," segir Raikkönen við Autosport. Raikkönen hefur þrisvar sigrað í Belgíu. Fyrsti sigur hans var fyrir McLaren árið 2005. Svo vann hann tvisvar fyrir Ferrari á brautinni víðfrægu, árið 2007 og 2009. Sigurinn árið 2009 er í raun hans síðasti sigur í Formúlu 1. Talið er að Raikkönen muni skrifa undir nýjan samning við Lotus í lok ársins. Hann hefur verið tengdur við mörg stórlið eftir að hafa ekið vel í sumar. Ferrari er eitt þeirra.
Formúla Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira