Erfiðum réttarhöldum lokið 24. ágúst 2012 12:30 Frá dómsuppkvaðningu í dag. mynd/AFP Skiptar skoðanir virðast vera á dómnum yfir Breivik í dag. Aðstandendur hafa margir hverjir fagnað niðurstöðunni og lýst yfir ánægju sinni með að málið hafi nú loks verið leitt til lykta. Aðrir eru þó á öðru máli og segja dóminn vera vægan. Lögmaður aðstandenda sagði í kjölfar dómsins að flestir væru sáttir með að réttarhöldin hefðu sýnt fram á að Breivik hafi verið heill á geði þegar hann framdi ódæðisverk sín. Upphaflegt mat geðlækna um að fjöldamorðinginn hafi í raun verið haldinn geðrofa hafi komið þeim á óvart. Þá hefur Knut Storberget, fyrrverandi dómsmálaráðherra Noregs, fagnað niðurstöðunni. Í samtali við norska ríkisútvarpið sagði hann að Breivik muni sitja bak við lás og slá alla sína tíð og það væri tvímælalaust jákvæð niðurstaða.Útey.mynd/AFPEftir að niðurstaða dómsins var kunngjörð í morgun tók við langur og strangur lestur þar sem ódæðisverkum Breiviks var lýst af mikilli nákvæmni. Rúmt ár er liðið síðan bílasprengja Breiviks sprakk í stjórnarráðshverfinu í Ósló. Sprengjan var níu hundruð og fimmtíu kíló að þyngd en hún sprakk fyrir utan skrifstofur Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Átta manns létust í tilræðinu og tugir særðust. Ljóst er að Breivik notaði áburð og brennsluolíu við gerð sprengjunnar. Á meðan yfirvöld í Ósló tókust á við afleiðingar sprengjunnar hélt Breivik í átt að Útey. Skotárásin stóð yfir í eina klukkustund og fimmtán mínútur. Við dómsuppkvaðninguna í dag var gert grein fyrir hverju einasta fórnarlambi Breiviks. Sextíu og níu manns létust í skotárásinni en alls skaut Breivik 297 skotum úr riffli sínum og skammbyssu.Breivik brosti þegar niðurstaðan var kynnt í morgun.mynd/APSjónarvottar og eftirlifendur segja að Breivik hafi verið yfirvegaður og skipulagður. Hann var loks handtekinn af sérsveit norsku lögreglunnar. Sextánda apríl síðastliðin hófust réttarhöldin yfir Breivik í héraðsdómshúsinu í Ósló. Hann gekkst við sakargiftum en réttlætti verknaðinn með vísun í neyðarvarnarsjónarmið. Að voðaverkin hefðu verið viðbragð við ágangi múslíma í norsku samfélagi sem og ítökum marxista sem hann telur hafa eyðilagt menningu Noregs. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
Skiptar skoðanir virðast vera á dómnum yfir Breivik í dag. Aðstandendur hafa margir hverjir fagnað niðurstöðunni og lýst yfir ánægju sinni með að málið hafi nú loks verið leitt til lykta. Aðrir eru þó á öðru máli og segja dóminn vera vægan. Lögmaður aðstandenda sagði í kjölfar dómsins að flestir væru sáttir með að réttarhöldin hefðu sýnt fram á að Breivik hafi verið heill á geði þegar hann framdi ódæðisverk sín. Upphaflegt mat geðlækna um að fjöldamorðinginn hafi í raun verið haldinn geðrofa hafi komið þeim á óvart. Þá hefur Knut Storberget, fyrrverandi dómsmálaráðherra Noregs, fagnað niðurstöðunni. Í samtali við norska ríkisútvarpið sagði hann að Breivik muni sitja bak við lás og slá alla sína tíð og það væri tvímælalaust jákvæð niðurstaða.Útey.mynd/AFPEftir að niðurstaða dómsins var kunngjörð í morgun tók við langur og strangur lestur þar sem ódæðisverkum Breiviks var lýst af mikilli nákvæmni. Rúmt ár er liðið síðan bílasprengja Breiviks sprakk í stjórnarráðshverfinu í Ósló. Sprengjan var níu hundruð og fimmtíu kíló að þyngd en hún sprakk fyrir utan skrifstofur Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Átta manns létust í tilræðinu og tugir særðust. Ljóst er að Breivik notaði áburð og brennsluolíu við gerð sprengjunnar. Á meðan yfirvöld í Ósló tókust á við afleiðingar sprengjunnar hélt Breivik í átt að Útey. Skotárásin stóð yfir í eina klukkustund og fimmtán mínútur. Við dómsuppkvaðninguna í dag var gert grein fyrir hverju einasta fórnarlambi Breiviks. Sextíu og níu manns létust í skotárásinni en alls skaut Breivik 297 skotum úr riffli sínum og skammbyssu.Breivik brosti þegar niðurstaðan var kynnt í morgun.mynd/APSjónarvottar og eftirlifendur segja að Breivik hafi verið yfirvegaður og skipulagður. Hann var loks handtekinn af sérsveit norsku lögreglunnar. Sextánda apríl síðastliðin hófust réttarhöldin yfir Breivik í héraðsdómshúsinu í Ósló. Hann gekkst við sakargiftum en réttlætti verknaðinn með vísun í neyðarvarnarsjónarmið. Að voðaverkin hefðu verið viðbragð við ágangi múslíma í norsku samfélagi sem og ítökum marxista sem hann telur hafa eyðilagt menningu Noregs.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira