Hleypir fólki í persónulegt rými 23. ágúst 2012 14:00 "Það er rosalega góð tilfinning þegar maður er búinn að vinna í einhverju svona lengi að sleppa því út og leyfa því að eignast sitt eigið líf," segir söngkonan Eivør Pálsdóttir um nýja plötu sína, Room, sem kom út síðastliðinn þriðjudag. Platan hefur verið í vinnslu í rúm tvö ár og segir Eivør hana mjög persónulega, en hún er tileinkuð föður hennar sem lést fyrir tveimur árum. "Þessi plata sýður saman eiginlega allt það sem ég hef gert hingað til en mér finnst hún sýna að ég hef þroskast aðeins. Ég kalla hana Room því að með henni er ég að hleypa fólki inn í rými innra með mér sem er rosalega persónulegt," segir hún. Platan er öll á ensku en eitt lagið fylgir með á færeysku líka sé platan keypt stafrænt á tonlist.is. Eivør heldur af stað í tónleikaferð um landið á morgun og hyggst hún stoppa á Sauðárkróki, Akureyri og Patreksfirði áður en hún kemur aftur til Reykjavíkur og heldur tónleika í Hörpu þann 31. ágúst. "Ég ákvað að kynna plötuna fyrst hér á Íslandi en þetta verður í fyrsta skipti sem ég tek hana á tónleikum," segir hún. Haustið verður þó annasamt því hún verður meira og minna á tónleikaferðalagi það sem eftir lifir árs. "Ég tek mér smá pásu í október og ætla þá í brúðkaupsferð," segir hún en hún gifti sig á dögunum. Nánara viðtal við Eivøru verður í Lífinu á morgun. - trs Tónlist Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
"Það er rosalega góð tilfinning þegar maður er búinn að vinna í einhverju svona lengi að sleppa því út og leyfa því að eignast sitt eigið líf," segir söngkonan Eivør Pálsdóttir um nýja plötu sína, Room, sem kom út síðastliðinn þriðjudag. Platan hefur verið í vinnslu í rúm tvö ár og segir Eivør hana mjög persónulega, en hún er tileinkuð föður hennar sem lést fyrir tveimur árum. "Þessi plata sýður saman eiginlega allt það sem ég hef gert hingað til en mér finnst hún sýna að ég hef þroskast aðeins. Ég kalla hana Room því að með henni er ég að hleypa fólki inn í rými innra með mér sem er rosalega persónulegt," segir hún. Platan er öll á ensku en eitt lagið fylgir með á færeysku líka sé platan keypt stafrænt á tonlist.is. Eivør heldur af stað í tónleikaferð um landið á morgun og hyggst hún stoppa á Sauðárkróki, Akureyri og Patreksfirði áður en hún kemur aftur til Reykjavíkur og heldur tónleika í Hörpu þann 31. ágúst. "Ég ákvað að kynna plötuna fyrst hér á Íslandi en þetta verður í fyrsta skipti sem ég tek hana á tónleikum," segir hún. Haustið verður þó annasamt því hún verður meira og minna á tónleikaferðalagi það sem eftir lifir árs. "Ég tek mér smá pásu í október og ætla þá í brúðkaupsferð," segir hún en hún gifti sig á dögunum. Nánara viðtal við Eivøru verður í Lífinu á morgun. - trs
Tónlist Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira