Hleypir fólki í persónulegt rými 23. ágúst 2012 14:00 "Það er rosalega góð tilfinning þegar maður er búinn að vinna í einhverju svona lengi að sleppa því út og leyfa því að eignast sitt eigið líf," segir söngkonan Eivør Pálsdóttir um nýja plötu sína, Room, sem kom út síðastliðinn þriðjudag. Platan hefur verið í vinnslu í rúm tvö ár og segir Eivør hana mjög persónulega, en hún er tileinkuð föður hennar sem lést fyrir tveimur árum. "Þessi plata sýður saman eiginlega allt það sem ég hef gert hingað til en mér finnst hún sýna að ég hef þroskast aðeins. Ég kalla hana Room því að með henni er ég að hleypa fólki inn í rými innra með mér sem er rosalega persónulegt," segir hún. Platan er öll á ensku en eitt lagið fylgir með á færeysku líka sé platan keypt stafrænt á tonlist.is. Eivør heldur af stað í tónleikaferð um landið á morgun og hyggst hún stoppa á Sauðárkróki, Akureyri og Patreksfirði áður en hún kemur aftur til Reykjavíkur og heldur tónleika í Hörpu þann 31. ágúst. "Ég ákvað að kynna plötuna fyrst hér á Íslandi en þetta verður í fyrsta skipti sem ég tek hana á tónleikum," segir hún. Haustið verður þó annasamt því hún verður meira og minna á tónleikaferðalagi það sem eftir lifir árs. "Ég tek mér smá pásu í október og ætla þá í brúðkaupsferð," segir hún en hún gifti sig á dögunum. Nánara viðtal við Eivøru verður í Lífinu á morgun. - trs Tónlist Mest lesið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
"Það er rosalega góð tilfinning þegar maður er búinn að vinna í einhverju svona lengi að sleppa því út og leyfa því að eignast sitt eigið líf," segir söngkonan Eivør Pálsdóttir um nýja plötu sína, Room, sem kom út síðastliðinn þriðjudag. Platan hefur verið í vinnslu í rúm tvö ár og segir Eivør hana mjög persónulega, en hún er tileinkuð föður hennar sem lést fyrir tveimur árum. "Þessi plata sýður saman eiginlega allt það sem ég hef gert hingað til en mér finnst hún sýna að ég hef þroskast aðeins. Ég kalla hana Room því að með henni er ég að hleypa fólki inn í rými innra með mér sem er rosalega persónulegt," segir hún. Platan er öll á ensku en eitt lagið fylgir með á færeysku líka sé platan keypt stafrænt á tonlist.is. Eivør heldur af stað í tónleikaferð um landið á morgun og hyggst hún stoppa á Sauðárkróki, Akureyri og Patreksfirði áður en hún kemur aftur til Reykjavíkur og heldur tónleika í Hörpu þann 31. ágúst. "Ég ákvað að kynna plötuna fyrst hér á Íslandi en þetta verður í fyrsta skipti sem ég tek hana á tónleikum," segir hún. Haustið verður þó annasamt því hún verður meira og minna á tónleikaferðalagi það sem eftir lifir árs. "Ég tek mér smá pásu í október og ætla þá í brúðkaupsferð," segir hún en hún gifti sig á dögunum. Nánara viðtal við Eivøru verður í Lífinu á morgun. - trs
Tónlist Mest lesið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira