Kubica vann fyrsta mót endurkomunnar Birgir Þór Harðarson skrifar 9. september 2012 20:58 Kubica er snúinn aftur eftir endurhæfingar og þjálfanir. nordicphotos/afp Pólski ökuþórinn Robert Kubica vann sigur í sínu fyrsta móti eftir að hafa lent í lífshættulegu slysi fyrir rúmu einu og hálfu ári. Kubica keppti í ítölsku landsrally í dag. Kubica tók einmitt þátt í rally í febrúar 2011 og lenti í slysinu örlagaríka. Slysið skaðaði hægri löpp hans mjög og hægri handleggur hans klipptist nánast af við öxl þegar vegriðsendi gekk í gegnum bílinn miðjann. Aðstoðarökumaðurinn slapp ómeiddur. Kubica hefur verið í stífri endurhæfingu eftir að hafa gengið í gegnum flóknar skurðaðgerðir í Póllandi og á Ítalíu. Aðgerðirnar hafa meðal annars miðað að því að tengja saman taugar og æðar í handlegg Kubica. Þá gekkst hann undir aðgerð fyrr í ár svo hann gæti snúið hægri lófanum niður á útréttri hendi. Í rallinu í dag ók hann Subaru Impreza WRC-bíl. Hann vann allar fjórar sérleiðirnar í Gomitolo di Lana-rallinu og kom í mark nærri mínútu á undan næsta manni. Robert Kubica vonast til að keppa í Formúlu 1 á ný og segir rallið um helgina marka upphafið af "sýnilegri þjálfun" hans. Kubica var ökumaður Renault í Formúlu 1 þegar hann lenti í slysinu. Renault heitir nú Lotus en ekki er víst hvort hann eigi enn víst sæti í Formúlu 1-bíl liðsins þrátt fyrir hafa verið mjög vinsæll innan liðsins. Formúla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Pólski ökuþórinn Robert Kubica vann sigur í sínu fyrsta móti eftir að hafa lent í lífshættulegu slysi fyrir rúmu einu og hálfu ári. Kubica keppti í ítölsku landsrally í dag. Kubica tók einmitt þátt í rally í febrúar 2011 og lenti í slysinu örlagaríka. Slysið skaðaði hægri löpp hans mjög og hægri handleggur hans klipptist nánast af við öxl þegar vegriðsendi gekk í gegnum bílinn miðjann. Aðstoðarökumaðurinn slapp ómeiddur. Kubica hefur verið í stífri endurhæfingu eftir að hafa gengið í gegnum flóknar skurðaðgerðir í Póllandi og á Ítalíu. Aðgerðirnar hafa meðal annars miðað að því að tengja saman taugar og æðar í handlegg Kubica. Þá gekkst hann undir aðgerð fyrr í ár svo hann gæti snúið hægri lófanum niður á útréttri hendi. Í rallinu í dag ók hann Subaru Impreza WRC-bíl. Hann vann allar fjórar sérleiðirnar í Gomitolo di Lana-rallinu og kom í mark nærri mínútu á undan næsta manni. Robert Kubica vonast til að keppa í Formúlu 1 á ný og segir rallið um helgina marka upphafið af "sýnilegri þjálfun" hans. Kubica var ökumaður Renault í Formúlu 1 þegar hann lenti í slysinu. Renault heitir nú Lotus en ekki er víst hvort hann eigi enn víst sæti í Formúlu 1-bíl liðsins þrátt fyrir hafa verið mjög vinsæll innan liðsins.
Formúla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira