Þeir Matthías Vilhjálmsson og Guðmundur Kristjánsson voru báðir á skotskónum þegar að lið þeirra, Start, gerði 3-3 jafntefli við Tromsdalen í norsku B-deildinni í dag.
Start komst þrívegis yfir í leiknum en gestirnir náðu alltaf að jafna metin. Matthías skoraði annað mark Start á 29. mínútu leiksins og Guðmundur kom svo Start í 3-2 forystu um miðjan síðari hálfleikinn.
Start er á toppi deildarinnar með 45 stig eftir 21 leik. Sarpsborg er fjórum stigum á eftir í öðru sæti en á leik til góða.
Matthías og Guðmundur skoruðu báðir
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
