Hamilton á ráspól og Button annar í Monza Birgir Þór Harðarson skrifar 8. september 2012 13:20 Button, Hamilton og Massa ræsa fremstir í kappakstrinum á morgun. nordicphotos/afp Lewis Hamilton á McLaren mun ræsa fremstur í ítalska kappakstrinum á brautinni í Monza á morgun. Liðsfélagi hans, Jenson Button, mun ræsa annar í kappakstrinum. Alonso klúðraði síðasta tímatökuhringnum og ræsir aðeins tíundi. Felipe Massa á Ferrari skákar Alonso í tímatöku í fyrsta sinn í sumar. Massa ræsir þriðji á undan Michael Schumacher á Mercedes. Ferrari mennirnir reyndu að hjálpa hverjum öðrum með því að "draga" liðsfélagann niður beinu kaflana. Það klúðraðist því Alonso gerði mistök þegar hann ætlaði að fara út úr fyrsta hlekk brautarinnar. "Eitthvað bilaði í síðustu lotunni," sagði Alonso. Spurður hvað það hafi verið var hann dulur og vildi lítið segja. "Það var bara eitthvað..." Samkvæmt upplýsingum Sky Sport F1 varð bilun í fjöðrun að aftan. Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren, var ánægður með sína menn í tímatökunum. "Það var mikið um að menn voru að draga hvorn annan," sagði hann. "Vonandi náum við góðri ræsingu og fyrsta beygja verður mjög áhugaverð." Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull ræsir fimmti í kappakstrinum. Á eftir honum er Nico Rosberg á Mercedes og Kimi Raikkönen á Lotus. Paul di Resta á Force India ræsir níundi á eftir Kamui Kobayashi á Sauber. Di Resta átti fjórða besta tíma í tímatökunni en fær fimm sæta refsingu fyrir að skipta um gírkassa um helgina. Force India taldi sig eiga góða möguleika í tímatökunni með Mercedes-vélarnar í skottinu. Nico Hulkenberg, liðsfélagi di Resta, lenti hins vegar í vandræðu með drifið um leið og hann hóf fyrsta tímatökuhringinn í fyrstu lotu. Hann ræsir því aftastur. Mark Webber komst ekki upp úr lotu tvö. Red Bull-bílarnir reyndust einfaldlega ekki nógu kraftmiklir til þess að eiga möguleika á að keppa um bestu sætin. Þá átti Jerome d'Ambrosio í vandræðum. Hann ekur um helgina í stað Romain Grosjean sem var bannað að keppa um helgina eftir að hafa valdið árekstri í belgíska kappakstrinum. D'Ambrosio ræsir fimmtándi. Pastor Maldonado á Williams ræsir aðeins í 22. sæti. Hann fékk tíu sæta refsingu á ráslínu fyrir að hafa þjófstartað í Belgíu og valdið árekstri. McLaren jafnaði met Williams-liðsins um flestar ræsingar í fremstu tveimur rásboxunum. Metið er 61 skipti. Formúla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lewis Hamilton á McLaren mun ræsa fremstur í ítalska kappakstrinum á brautinni í Monza á morgun. Liðsfélagi hans, Jenson Button, mun ræsa annar í kappakstrinum. Alonso klúðraði síðasta tímatökuhringnum og ræsir aðeins tíundi. Felipe Massa á Ferrari skákar Alonso í tímatöku í fyrsta sinn í sumar. Massa ræsir þriðji á undan Michael Schumacher á Mercedes. Ferrari mennirnir reyndu að hjálpa hverjum öðrum með því að "draga" liðsfélagann niður beinu kaflana. Það klúðraðist því Alonso gerði mistök þegar hann ætlaði að fara út úr fyrsta hlekk brautarinnar. "Eitthvað bilaði í síðustu lotunni," sagði Alonso. Spurður hvað það hafi verið var hann dulur og vildi lítið segja. "Það var bara eitthvað..." Samkvæmt upplýsingum Sky Sport F1 varð bilun í fjöðrun að aftan. Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren, var ánægður með sína menn í tímatökunum. "Það var mikið um að menn voru að draga hvorn annan," sagði hann. "Vonandi náum við góðri ræsingu og fyrsta beygja verður mjög áhugaverð." Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull ræsir fimmti í kappakstrinum. Á eftir honum er Nico Rosberg á Mercedes og Kimi Raikkönen á Lotus. Paul di Resta á Force India ræsir níundi á eftir Kamui Kobayashi á Sauber. Di Resta átti fjórða besta tíma í tímatökunni en fær fimm sæta refsingu fyrir að skipta um gírkassa um helgina. Force India taldi sig eiga góða möguleika í tímatökunni með Mercedes-vélarnar í skottinu. Nico Hulkenberg, liðsfélagi di Resta, lenti hins vegar í vandræðu með drifið um leið og hann hóf fyrsta tímatökuhringinn í fyrstu lotu. Hann ræsir því aftastur. Mark Webber komst ekki upp úr lotu tvö. Red Bull-bílarnir reyndust einfaldlega ekki nógu kraftmiklir til þess að eiga möguleika á að keppa um bestu sætin. Þá átti Jerome d'Ambrosio í vandræðum. Hann ekur um helgina í stað Romain Grosjean sem var bannað að keppa um helgina eftir að hafa valdið árekstri í belgíska kappakstrinum. D'Ambrosio ræsir fimmtándi. Pastor Maldonado á Williams ræsir aðeins í 22. sæti. Hann fékk tíu sæta refsingu á ráslínu fyrir að hafa þjófstartað í Belgíu og valdið árekstri. McLaren jafnaði met Williams-liðsins um flestar ræsingar í fremstu tveimur rásboxunum. Metið er 61 skipti.
Formúla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira